Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar hnyttnar mannlýsingar. Hann er laginn að láta sögumann fletta ofan af sjálfum sér en mætti stundum nota hófstilltari brögð til þess (sbr. Sönginn). Stíll hans er oftast hraður og skemmtilegur. Það verður gaman þegar honum tekst að sameina hnitmiðun hinnar hnyttnu smásögu og hroll hinnar nöturlegu mannlífsmyndar, sem einkennir marga meistara í smásagnagerð. Vésteinn Ólason VÍSINDASAGA Þorsteinn Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli I & II. Saga vísindanna frá öndverðu til Newtons. Mál og menning 1986-7. I. Efni ritsins, frágangur og íslenskt mál Eins og undirtitillinn gefur til kynna fjallar Heimsmynd á hverfanda hveli um sögu vísindanna. Þessi undirtitill er þó villandi að því leyti að bókin er ekki um sögu allra vísinda, heldur um sögu einnar vísindagreinar, stjörnufræðinnar. Nánar tiltekið fjallar hún aðeins um hluta af sögu stjörnufræðinnar, það er að segja aðdraganda og þróun sólmiðju- kenningarinnar. Sögusviðið er Egyptaland, Babýlonía og Grikkland í fornöld og Vestur-Evrópa á miðöldum og fram undir lok 17. aldar. Bókin er skrifuð á afar skiljanlegu máli og er jafnt við hæfi leikra sem lærðra. Hún er fallega unnin og prýdd fjölda mynda sem eru til prýði auk þess sem þær varpa ljósi á efnið. Uppsetning textans er eins og vera ber í lærdómsriti: Aðalatriði sögunnar eru dregin saman í töflum, nokkrar millifyrirsagnir eru í hverjum kafla og á spássíum eru atrið- isorð. Þetta veldur því að einkar þægi- legt er að rata um bókina og leita uppi einstaka þætti sögunnar. Þorsteinn skrifar góða íslensku og slettir ekki útlendum fræðiorðum. Enda kemur fram að hann er áhugamaður um málrækt (sjá I: 8 og II: 126). Mættu ýmsir þeir sem rita um fræðileg efni taka hann sér til fyrirmyndar, einkum þeir sem segja að um fræði sín sé engin leið að fjalla á íslensku. Með þessari bók er svoleiðis svartgallsrausi gefið langt nef eins og það á skilið. En þótt málið sé yfirleitt fagurt og ljóst þá get ég ekki stillt mig um að klaga fáein orð. Eg kann til dæmis illa við að nota orðið „Firenze“ (sjá til dæmis II: 97) yfir Flórens og mér þykir þýska nafnið „Genf“ falla betur að íslensku en hið franska nafn sömu borgar, „Genéve" (sjá til dæmis II: 21). Flest önnur staða- nöfn eru höfð með þeim hætti sem mér fellur best. Þorsteinn titlar Kópernikus kanúka, ég tel betra að titla hann kór- bróður. Hann þýðir erlenda orðið „ax- iom“ með orðinu „frumsenda“. Ég kann betur við að nota orðið „frum- setning", enda er nokkur hefð fyrir því. Áður en ég hætti þessum sparðatíningi ætla ég og að kvarta yfir því að á blað- síðu fjörutíu í fyrsta bindi hefur enskur texti villst inn á skýringamynd. Þótt Þorsteini takist býsna vel að laga íslenskt mál að efni sínu, eða efnið að íslensku máli, þá hirðir hann lítt um að tengja söguna íslenskri menningu að öðru leyti. Hann minnist að vísu aðeins á tengsl Odds Einarssonar biskups við Tycho Brahe og huganleg áhrif hans á skáldsögu Keplers um ferð til tunglsins. (Þessi skáldsaga er líklega fyrsta eigin- lega vísindaskáldsagan og tunglfarinn og galdranornin, móðir hans, eru látin vera Islendingar.) Það hefði mátt gera 512
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.