Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 81
Isabel Allende
Rödd ástríðunnar
Konur og verkamenn geta ekki orðið og ættu ekki að verða rithöfundar.
Enda langar þau ekkert til þess.
Við verðum að fæða og klæða konur en við megum aldrei innlima þær í sam-
félagið. Þær ættu bara að fá að lesa guðsorð og mataruppskriftir.
Ég vil miklu heldur konu með skegg en konu sem ímyndar sér að hún kunni
eitthvað.
Manni finnst óneitanlega að þeir ýki svolítið, þeir August Comte, Byron
lávarður og Balzac, heimurinn hefur breyst nógu mikið til þess á öldinni
sem er að líða. Fáir karlmenn þyrðu að halda fram slíkum skoðunum á al-
mannafæri, en ef þeir skyggnast í hjarta sitt sjá þeir að hugmyndin um yfir-
burði karlkynsins er rótföst þar, því sem næst í hjarta hvers einasta karls og
margra kvenna líka. Hugmyndin um að bókmenntir séu bara fyrir karla er
rétt að byrja að breytast. Orðið „bókmenntir“ vísar vitaskuld aðeins til
þess sem karlar skrifa. Þegar konur skrifa er nauðsynlegt að aðlaga orðið
og tala um „kvennabókmenntir“, eins konar útibú bókmenntanna í margra
augum.
Eg sem þetta skrifa er kona. Auk þess er ég frá Suður-Ameríku og vinn
fyrir mér með ritstörfum. Að vera þetta þrennt í einu er svo hamlandi að
stundum verð ég kúguppgefin á því. Sammy Davis sagðist einu sinni vera
þreyttur á að vera af þrem minnihlutahópum: hann væri svartur, Gyðingur
og ljótur. Mér finnst ég stundum vera sýnishorn af minnihlutahópum eins
og Sammy Davis.
Ymislegt sem fram kemur hér á eftir kann að virðast ýkjur og minna á
fyrirbæri í suður-amerískum bókmenntum sem hefur verið kallað töfra-
raunsæi. Eg er úr heimsálfu þar sem machismo er enn algengur í ýmsum
myndum, þar sem kaþólska og spönsk og portúgölsk nýlendustefna hafa
skilið eftir sig illafmáanleg spor, þar sem skírlífi, hæverska, sjálfsafneitun,
viljaleysi og hlýðni eru enn taldir helstu kostir kvenna og þar sem konum
er ævinlega og alls staðar skipað skör lægra en körlum, á heimilinu, á göt-
um úti og á vinnustað. Konur sem komast í áhrifastöður verða að reyna
471