Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 81
Isabel Allende Rödd ástríðunnar Konur og verkamenn geta ekki orðið og ættu ekki að verða rithöfundar. Enda langar þau ekkert til þess. Við verðum að fæða og klæða konur en við megum aldrei innlima þær í sam- félagið. Þær ættu bara að fá að lesa guðsorð og mataruppskriftir. Ég vil miklu heldur konu með skegg en konu sem ímyndar sér að hún kunni eitthvað. Manni finnst óneitanlega að þeir ýki svolítið, þeir August Comte, Byron lávarður og Balzac, heimurinn hefur breyst nógu mikið til þess á öldinni sem er að líða. Fáir karlmenn þyrðu að halda fram slíkum skoðunum á al- mannafæri, en ef þeir skyggnast í hjarta sitt sjá þeir að hugmyndin um yfir- burði karlkynsins er rótföst þar, því sem næst í hjarta hvers einasta karls og margra kvenna líka. Hugmyndin um að bókmenntir séu bara fyrir karla er rétt að byrja að breytast. Orðið „bókmenntir“ vísar vitaskuld aðeins til þess sem karlar skrifa. Þegar konur skrifa er nauðsynlegt að aðlaga orðið og tala um „kvennabókmenntir“, eins konar útibú bókmenntanna í margra augum. Eg sem þetta skrifa er kona. Auk þess er ég frá Suður-Ameríku og vinn fyrir mér með ritstörfum. Að vera þetta þrennt í einu er svo hamlandi að stundum verð ég kúguppgefin á því. Sammy Davis sagðist einu sinni vera þreyttur á að vera af þrem minnihlutahópum: hann væri svartur, Gyðingur og ljótur. Mér finnst ég stundum vera sýnishorn af minnihlutahópum eins og Sammy Davis. Ymislegt sem fram kemur hér á eftir kann að virðast ýkjur og minna á fyrirbæri í suður-amerískum bókmenntum sem hefur verið kallað töfra- raunsæi. Eg er úr heimsálfu þar sem machismo er enn algengur í ýmsum myndum, þar sem kaþólska og spönsk og portúgölsk nýlendustefna hafa skilið eftir sig illafmáanleg spor, þar sem skírlífi, hæverska, sjálfsafneitun, viljaleysi og hlýðni eru enn taldir helstu kostir kvenna og þar sem konum er ævinlega og alls staðar skipað skör lægra en körlum, á heimilinu, á göt- um úti og á vinnustað. Konur sem komast í áhrifastöður verða að reyna 471
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.