Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 83
Rödd ástrídunnar
ætlum að setja lög um pyntingar. Við getum ekki sett ákvæði í lög um að
sýslumönnum sé bannað að pynta með meira en hundrað volta straum.
Lögin geta ekki skipt sér af svoleiðis löguðu. Látum þá pynta eins og þá
lystir.“
Viðtalinu var ekki sjónvarpað, sjónvarpsþátturinn minn var bannaður og
ég hætti störfum sem sjónvarpsfréttamaður.
En ég ætlaði ekki að tala um stöðu kvenna almennt heldur þeirra sem
skrifa.
Ég bjó í Caracas í mörg ár og var þar í hópi kvenrithöfunda sem hittist
reglulega. Við hittumst til skiptis heima hjá hver annarri, gestgjafinn býður
upp á einfaldan hádegisverð og svo tölum við saman um þetta einkennilega
starf, að skrifa, sem verður svo miklu einkennilegra þegar kona gerir það.
Við ræðum þetta venjulega: handrit sem útgefendur hafna, jafnvel án þess
að nenna að lesa þau, bækur sem eru nánast gefnar út á laun af því að gagn-
rýnendur þegja yfir þeim, hvað við erum einangraðar af því að boðskortin
á ráðstefnurnar eru send starfsbræðrum okkar nema á einstaka ráðstefnu
um kvennabókmenntir, hvað við höfum fáar frístundir til að skrifa af því
við verðum að vinna fyrir okkur og sjá líka um heimili, mann og börn. Fá-
ar konur þora að segja fjölskyldunni að því miður sé enginn matur í kvöld
af því að dagurinn hafi farið í að skrifa sögu. Nærri því hver einasta verður
fyrr eða síðar að velja á milli ritstarfanna og hjónabandsins.
Við tölum líka um það sem kemur upp á í sjálfu starfinu. Einu sinni töl-
uðum við lengi um hvernig við gætum fjallað um ást og kynlíf í bókum.
Þetta er einfalt fyrir karlmenn - spyrjiði bara Norman Mailer eða Bu-
kowski - en kemur suður-amerískri konu í vonda klípu. Okkur flökrar
orðið við útjöskuðu myndmáli en hvernig getum við skrifað um kynlíf án
þess að mennirnir okkar haldi að við séum að skrifa um eigin reynslu?
Hvernig getum við horfst í augu við aldraðar föðursystur okkar yfir
sunnudagssteikinni ef við erum nýbúnar að gefa út sögu um lesbíur, ná-
kvæmar lýsingar á ástalífi ógifts fólks eða létt klám? Ein kunnkona mín
leysti vandann með því að sérhæfa sig í indíánum, siðum þeirra og þjóð-
sögum. Varla dettur frænkum hennar og eiginmanni í hug að hún haldi við
píraóskan frumbyggja eða mann af Yanomami ættbálkinum. Önnur bindur
erótíska óra sína í ljóð af því hún komst að því að færri styggjast við það,
kannski af því að það les enginn ljóð.
Kynlíf er ekki það eina sem kvenfólki veitist erfitt að skrifa um. Stjórn-
mál, saga og félagsfræðileg efni eru líka erfið, ekki vegna þess að við höfum
ekki áhuga á þeim eða finnst við ekki geta skrifað um þau af viti heldur
vegna þess að við erum ekki teknar alvarlega þegar við fjöllum um þau.
Fordómarnir segja að skáldskapur kvenna sé tilfinningaríkur og náinn,
TMM VI
473