Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 68
I
Tímarit Máls og menningar
gæða tungumálið nýjum þrótti, því að þau álitu að raunsæisbókmenntir 7.
áratugarins hefðu teygt skáldskaparmálið svo langt í átt að daglega málinu
að það var hætt að vera skáldskaparmál og orðið hversdagsmál. Eða eins og
Soren Ulrik Thomsen segir í ljóði sem oft er vitnað í í Danmörku:
ekki hella raunveruleikanum á ljóð
ekki hella ljóðum á raunveruleikann
skrifaðu bara ljóð
raunveruleg Ijóð
I augum fyrri kynslóða var hér um að ræða nýja kynslóð sem taldi það
ekki sjálfsagt að allt væri pólitískt, en settist að í fílabeinsturnum til að
skoða eigin nafla. Rithöfundar og gagnrýnendur eins og Klaus Rifbjerg,
Inge Eriksen og Erik Thygesen voru mjög harðorðir í garð þessara svikara
og sökuðu ungu skáldin um að vera íhaldssöm, þröngsýn, tilgerðarleg,
hægrirómantísk, sjálfsmorðsgælin, súper-svöl og svo framvegis. Þessari
deilu er enn ekki lokið og hún heldur áfram í blöðum og tímaritum, en
þess skal getið að ungu skáldin hafa þróast í mjög mismunandi áttir, og
sætta sig varla við að verða spyrt saman á þennan hátt í dag, þrátt fyrir að
mörg þeirra notuðu „við“ en ekki ég sem frumlag í fyrstu ljóðum sínum.
Ef einhver hefur áhuga á þessari deilu er auðveldast að renna í gegnum
nokkra árganga tímaritanna FREDAG og Den blá port.
Soren Ulrik Thomsen, sem að mínu mati er fremsti fulltrúi þessarar kyn-
slóðar, er einnig í ritstjórn Den blá port, og mig langar til að birta annað
ljóð eftir hann sem dæmi um hvernig þessir nýju módernistar yrkja um
stórborgarstemmningar og skynjun þeirra á tómleika. Ljóðið heitir Yfir-
gefið hverfi:
I bláum rústum hins yfirgefna hverfis
reika ég sunnudagssíðdegi um haust
strætisvagnarnir snúa kviðnum upp í loft
ryðgaðir og fullir af fúlu regnvatni
úr bakgörðum og dimmum eldhúsgluggum
snúa gamlar kærustur
andlitum að mér, rétta út hendurnar
út í blámann
Þetta ljóð og ljóðið sem ég gat um áðan eftir Soren Ulrik Thomsen þýddi
Pétur Gunnarsson fyrir nokkrum árum.
Eg fæ ekki annað séð en að það komi aldrei til verulegra átaka milli þess-
ara kynslóða. Ef þið getið ímyndað ykkur tvær herdeildir sem eru sískjót-
458