Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 131
einn eða tvo nema í vinnu. Um 1950
voru flestir málmiðnaðarmenn hins
vegar launamenn. Við upphaf aldar
fór afkoma eftir því hvort járnsmið-
um tókst að útvega sér verkefni. A
kreppuárunum skipti mestu hvort
menn fengju vinnu. Eftir 1940 réðust
kjörin ekki síst af baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir sem hæstum
launum.
Staða lærlinga gjörbreyttist. I ald-
arbyrjun fengu þeir fæði og húsnæði
hjá meistara og stundum föt, sér að
kostnaðarlausu, en ekkert kaup í
peningum. Þeir voru ódýrt vinnuafl
Á þriðja áratugnum breyttist þetta
og lærlingar fóru að fá kaup í pen-
ingum (bls. 140-41).
Skýringin á því hvers vegna Sumarliði
fjallar lítið um þróun málmiðnaðar frá
stigi handverksins til iðjustigsins stafar
sennilega af því að hann beitir ei kenn-
ingum sem fjalla um málið. Honum
hefði þó verið hægur vandi að gera svo,
þar sem Klemenz Tryggvason og Torfi
Ásgeirsson gera slíkt í grein sem er að
finna í heimildalista bókarinnar.1 Einnig
hefur ritstjóri verksins fjallað um þetta
atriði í nýlegri grein.2 Handverksfram-
leiðsla er á mjög marga vegu frábrugðin
iðjuframleiðslu, eða öllu heldur kapítal-
ískri framleiðslu eins og hún birtist
okkur á Vesturlöndum. Munurinn er
það teljandi og þýðing hans það mikil
að ég mun dvelja við hann um stund.
Handverkið reis sem sjálfstæðar iðnir
á síðmiðöldum í evrópskum borgum og
það tók að dvína er nýtt framleiðslu-
form — iðja - tók að ryðja sér til rúms,
fyrst á Englandi og síðar í öðrum lönd-
um.
Helstu sérkenni handverksins voru
þessi:3
Umsagnir um btekur
1. Meistarinn var efnahagslega sjálf-
stæður og hafði beint samband við
viðskiptavini sína, hvort heldur sem
framleitt var fyrir sölu eða eftir pönt-
un.
2. Framleiðslueiningar voru smáar og
meistarinn tók þátt í framleiðslunni.
Sú takmarkaða verkaskipting sem
viðhöfð var byggði á starfsaðgrein-
ingu handverksins í lærlinga, sveina
og meistara.
3. Sveinar og lærlingar voru ógiftir og
bjuggu á heimili meistarans.
4. Sérhver handverksmaður gerði ráð
fyrir að hann yrði meistari fyrr eða
síðar. Staða hins ósjálfstæða verka-
manns var aðeins tímabundin á lífs-
leiðinni.
5. Stofnun fjölskyldu skyldi, undir
venjulegum kringumstæðum, eiga
sér stað þegar stöðu meistara væri
náð.
6. Efnahagslegir þættir og eiginleikar
voru samofnir öðrum tengslum og
hlutverkum í þjóðfélaginu. Sjálfstæði
þeirra var því lítið.
Eitt höfuðeinkenni handverksins var
þannig að iðnframleiðsla var samtvinn-
uð öðrum þáttum daglegs lífs, svo sem
fjölskyldulífi. Auk þess var framleiðslan
undirorpin siðum og venjum samfélags-
ins. Trúarathafnir endurspegluðust oft á
tíðum í henni og afkomuöryggi og vel-
ferð voru í nánum tengslum við hana
(iðngildin önnuðust aldna og sjúka).
Eftirfarandi frásögn prentara í Lundi,
Svíþjóð, um síðustu aldamót er nokkuð
lýsandi í þessu samhengi:4
Oft urðum við - allir starfsmennirn-
ir - að fylgja fjölskyldu prent-
smiðjueigandans til kirkju, á
fimmtudagseftirmiðdögum um 5 eða
6 leytið. Það var kostuleg sjón að sjá