Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 73
Aukin menningarbyrði
hektara af frumskógi á mínútu, ásamt alls konar óskiljanlegum veðurfars-
breytingum og vistfræðilegum vandamálum, sem enginn kann skil á.
Hér er að sjálfsögðu átt við pólitík „gömlu flokkanna“ á þingi, en sem
betur fer er andspyrna almennings að aukast og sífellt fleiri sem taka til
máls um atvinnuleysi og mengun og láta sig varða um þessar hörmungar.
I stuttu máli: burtséð frá atvinnuleysinu og menguninni er ástandið
nokkurn veginn eins og á Islandi.
Eg hef nú búið 6 og hálft ár á Islandi, og kemst aldrei hjá því að bera
saman Danmörku og Island. Það eru kostir og gallar við bæði löndin, íbú-
arnir hafa sínar dyggðir og sína lesti. Það væri illa gert að setja fram alnæf-
ingu sem segði Danmörk er meira svona . . . og Island er meira hinsegin . . .
andstætt Islendingum eru Danir . . . og svo framvegis, en maður kemst sem
sagt ekki hjá samanburðinum, og munurinn er áberandi.
Eitt það sem einkennir Islendinga er hvað þeir eru útkjálkalegir. Það
þýðir að þið teljið ykkur ekki þurfa að fylgja straumum meginlandsins, og
þið getið haldið áfram að skrifa bókmenntir með Islendingasögurnar sem
fyrirmynd, og kennt bókmenntafræði út frá fílológíunni, en látið nýjar að-
ferðir og nýjar stefnur næstum því afskiptalausar.
Síðmódernisminn
Umræðan um síðmódernismann er dæmi um bylgju sem hefur farið yfir
Evrópu og Bandaríkin án þess að hafa hina minnstu þýðingu fyrir menn-
inguna á Islandi. Umræðan um síðmódernisma snýst fyrst og fremst um,
hvort síðmódernisminn sé yfirleitt til, og ef fyrirbærið sé til, hvort það sé
þá gott eða vont. Rökin ganga út á að við séum á leiðinni inn í nýtt tímabil
mannkynssögunnar, þar sem þróunin stjórnast ekki lengur af skynsemi en
ný gildi taka við.
Það er varla til sá maður sem telur sig vera síðmódernista, enda væri það
þversögn, en það eru til heimspekingar sem telja að hinar víðtæku frásagnir
eða stóru goðsagnir, séu fallnar úr gildi sem leiðarvísir mannkynsins. Þeir
halda því fram að frásagnir eða goðsagnir í skáldskap jafnt sem vísindum,
sem lúta að inntaki tilverunnar, séu ekki lengur trúverðugar og að vörur
jafnt sem merking hrærist skipulagslaust í tómarúmi. Hinar víðtæku frá-
sagnir geta verið allt frá trúnni á Guð, Sögunni, Skynseminni, Markaðnum,
Sósíalismanum, og jafnvel Gagnrýninni. Og það eru til rithöfundar, sem
skrifa út frá þessari tilfinningu, að við séum á leið inn í síðmódernískt
þjóðfélag, án þess þó að þeir taki afstöðu með eða á móti.
Margir halda því fram að allar hugmyndir um síðmódernisma séu tóm
blekking, meðal annars með þeim rökum að það sé ekki hægt að gagnrýna
skynsemina án þess að gera það út frá annarri og æðri skynsemi, og að það
463