Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 101
Tvar sögur ir voru glaðir og ánægðir, hlógu og hámuðu í sig. Og hann vissi að þetta voru endalokin. Hann var búinn að borða jafn mikið og á allri sinni ævi. Samt herti hann upp hugann og rétti fram diskinn í þriðja sinn: það var svínabógur með linsubaunum. Frammi hjá þjónustu- liðinu og verkafólkinu var maturinn ekki borinn á borð í venjulegri röð eins og í innri stofunni, þar sem brúðkaupsstjórinn stjórnaði borðhaldinu í bundnu máli. Þar var það étið sem hendi var næst. Sumir átu af þessu, aðrir af hinu, og Litli-Jón af öllu. Þannig liðu tvær stundir án þess að gert væri hið minnsta hlé á veisluhöldunum. Þá loksins komu kálbögglarnir. - Fimmtíu, sagði Litli-Jón við sjálfan sig og sá allt í móðu. Þykkar kjötsneiðar fylgdu kjötbollunum og kálinu sem ábót. Litli-Jón borðaði þrjá risastóra skammta, en þegar hann ætlaði að renna niður enn einum kjötbita, hálf hráum og ólseigum, spratt hann skyndilega upp skelfingu lostinn. Sjáöldrin þöndust út, augun ætluðu næstum að hlaupa út úr augntóftunum og æðarnar á hálsi hans urðu sverar sem tógir. Hann neytti síðustu meðvitundar til þess að hraða sér út úr húsi. Við mórberjatréð fékk hann lausn þjáninga sinna. Bitinn sem hafði staðið í honum og næstum kæft hann rann aftur upp úr hon- um. Augun fylltust tárum og varirnar herptust saman, - svo fast að ekki hefði mátt renna fleyg þar á milli. I ölvun þjáningarinnar hvæsti hann inni í sér: - Drepstu, hundur. Hann kyngdi aftur kjötinu. En nú var það með öllu vonlaust. Allt stóð fast í hálsinum og engu varð þokað, hvorki upp né niður. Maðurinn fórnaði höndum; horaður og langur líkami hans snerist og féll á bak aftur. Hann engdist sundur og saman í hljóðum krampakippum þar til þeir loksins fjöruðu út. Enginn tók eftir því að hann var farinn, né heldur að hann hafði verið í veislunni, hvað þá heldur að hann hefði nokkru sinni verið til. Gunnsteinn Ólafsson þýddi úr ungversku 491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.