Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 9
Adrepur
Ekki er ljóst hvað þær gera en af samhenginu má ráða að tilvera goðanna fer
úr sínum föstu skorðum og í ráðleysi fara þau að skapa dverga og síðan
menn. Þursameyjarnar og Gullveig og Heiður sem síðar koma til sögu eru
kvenkyns vættir; þursameyjarnar eins konar örlaganornir í goðheimum á
sama hátt og Urður, Verðandi og Skuld ráða örlögum manna. Gullveig og
Heiður eru verkfæri þeirra hvor í sínum heimi. Hlutverk þessara kvenvætta
er allt annað en hlutverk kvenna í kvæðinu. Gullveig og Heiður eru sendar
utan að, úr heimi jötna og hrímþursa, úr óreiðunni inn í þá reglu sem ríkir í
Asgarði og Miðgarði. Það má því líta svo á að með því að senda þessar verur
til goða og manna stígi óvinirnir sitt fyrsta skref í þá átt að tortíma reglunni
sem verið er að koma á innan við borgveggina.
Hinar eiginlegu konur kvæðisins, Frigg og Sigyn, eru í hlutverki móður og
eiginkonu, fulltrúar skilyrðislausrar ástar og fyrirgefningar andspænis illind-
um og hefnigirni karlanna. (99-100)
Misskilningur EMJ á þessu atriði virðist sprottinn af því að hann áttar sig ekki
á að útgefandi gerir greinarmun á jötnum og þursum annars vegar og svo goð-
um og mönnum hins vegar. En EMJ er svo mikið í mun að koma höggi á út-
gefanda og í leiðinni að grínast ögn með kvennaumræðu í bókmenntum að
honum sést yfir þau sjónarmið sem sett eru fram. I staðinn kýs hann að klína
sínum eigin heimatilbúnu skoðunum á útgefanda og sýna síðan fram á hversu
heimskulegar þær eru í von um að hafa betur í kappræðu.
Ritdómur EMJ einkennist af gífuryrðum, vanþekkingu og fordómum sem er
oft skemmtilegt að lesa í blaðahugvekjum en fara illa í fræðilegri umræðu. Það
er mjög slæmt að hann skuli hafa viðrað skoðanir sínar á þennan hátt. Hitt er
verra að málsmeðferð EMJ er hluti af miklu stærra vandamáli sem er einangr-
unarstefna margra íslenskra fræðimanna í íslenskum fornfræðum. Sú stefna ein-
kennist af því að halda dauðahaldi í þau grundvallarrit sem Sigurður Nordal,
Jón Helgason og Einar Olafur Sveinsson sendu frá sér á sínum tíma og láta eins
og ekkert markvert hafi komið fram í fræðunum síðan Einar Olafur gaf út Is-
lenzkar bókmenntir í fornöld árið 1962. Rannsóknir á þessum grunni gerast
djarfastar þegar mönnum dettur í hug að ef til vill megi nú færa til dagsetningar
hinna fyrri stór-fræðimanna á einstökum kvæðum. Og þegar þessar rannsóknir
berast út fyrir landsteinana á alþjóðlegar ráðstefnur eins og þá sem haldin var í
Spoleto á Italíu í september sl. og EMJ hefur skrifað um í Þjóðviljann þá verða
aðrir fræðimenn undrandi á þeirri kyrrstöðu sem virðist ríkja meðal íslenskra
forgöngumanna fræðanna og benda þeim á að það sé óviðunandi að bjóða upp
á svona nátttröllaumræðu sem tekur ekkert tillit til nýrra rannsóknarviðhorfa
frá undanförnum áratugum.
Það er rangt að ímynda sér að minningu mikils fræðaskörungs á borð við
Sigurð Nordal sé best á loft haldið með því að taka allt sem hann sagði um ís-
lenskar bókmenntir sem hinn endanlega sannleik sem ekki megi víkja frá. Eðli
fræðistarfa hans ætti einmitt að koma í veg fyrir slík varðveisluviðhorf. Sjálfur
399