Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 41
Hvað er póstmódernismi f
kunnum að skynja „eftir“ að hafa losnað, að svo miklu leyti sem það er hægt,
undan ægivaldi hins móderna vestræna samkomulags, hins symbólska merk-
ingarheims sem ofinn er úr táknkerfum okkar. En hugtök hegða sér ekki alltaf
„skynsamlega" og ég hef litla trú á að „póstmódernismi" eigi eftir að færast yfir
á nýsköpun og framúrstefnu á fyrri hluta aldarinnar. Handhægara virðist mér
að notast við „módernisma" fyrir þá róttæku fagurfræði sem hér hefur verið
lýst, hvort sem hennar sér stað í verkum James Joyce frá því snemma á öldinni
eða í skáldsögum Thors Vilhjálmssonar á áttunda áratugnum.12 Þetta er fagur-
fræði brotanna, þeirra rústa sem blasa við okkur þegar við reynum að skilja
hlutaðeigandi verk þeim skilningi sem samfélagið heldur að okkur.
Nú mætti halda að ég væri búinn að finna einhverja „lausn“ á vandanum
með því að fella módernisma og póstmódernisma saman í sögulegan andófs-
strúktúr. En ég væri að loka umræðunni á einfeldningslegan hátt ef ég ætlaði að
ganga svona frá hnútum og þurrka hreinlega út skilin á milli hugtakanna. I
rauninni væri slíkt litlu frjósamara en að lýsa vígreifur yfir að módernisminn sé
dauður, einsog svo margir hafa gert. Oneitanlega hafa bollaleggingar um þenn-
an mun eða skil í sögunni orðið til að skerpa umræðuna og draga fram mikils-
verðar spurningar og endurmat á listastefnum aldarinnar. I langflestum tilfell-
um er um að ræða einhverskonar uppgjör við módernisma og þetta skýrir
hversvegna hugtakið „póstmódernismi“ er notað á svo margbreytilegan hátt
sem raun ber vitni: póstmódernismi er heitið á uppgjörinu - og þetta uppgjör
er iðulega allt annars eðlis en það sem birtist í almennri lýsingu minni á mód-
ernismanum.
Á eftir hvaða módernisma f
Ef betur er að gáð reynist póstmódernismi þó oftar en ekki vera uppgjör við
tilteknar ríkjandi túlkunaraðferðir þeirra sem fjallað hafa um módernisma og
skapað í nafni hans ákveðið hefðarveldi viðurkenndra verka. Þessar túlkunar-
leiðir hafa síðan runnið saman við þá list og þær bókmenntir sem hugtakið á að
ná yfir. Þegar síðan póstmódernismi verður gjaldgengt hugtak vestan hafs á
síðari hluta sjöunda áratugarins felst fyrst í því einskonar dýonísísk hylling
ringulreiðar, það er látið túlka rómantíska splundrun sjálfsins og verksins, í
andstöðu við formalíska einingu ópersónulegs módernisma. I meðförum ráð-
andi fræðimanna reyndist módernisminn vera orðinn stallur hins upphafna
heildstæða og einangraða verks sem virðist geta lifað án merkingarstuðnings frá
umheiminum. Ef við lítum til bókmenntanna, þá byggist þetta viðhorf alls ekki
alltaf á túlkun einstakra skáldverka, heldur hefur orðið til sögulegt skýringa-
samband á milli módernisma og aðferðafræði nýrýninnar („New Criticism")
sem breiddist út í Bandaríkjunum á 4. og 5. áratugnum og síðar víðar um lönd.
Samkvæmt nýrýnendum er skáldverkið sjálfstæð merkingarbær eining sem
túlka ber útfrá innri skáldskaparlögmálum en ekki ytra samhengi eða sögulegu
431