Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 15
Gegn straumi aldar
lesinn á sama hátt og heimspekileg, trúarleg eða pólitísk stefnuboðun nema
með óskaplegum einföldunum. Hann er margbreytilegur og mótsagnafull-
ur eins og lífið sjálft. Einmitt þess vegna er hann e.t.v. betri heimild um
mannlíf hverrar tíðar en hagtölur, heimspekikenningar og pólitískar stefnu-
skrár.
Engu að síður: Er líklegt að athugun á hugmyndum og höfundarverki
Gunnars Gunnarssonar, sem hrærðist í menningarheimi annarrar þjóðar og
samdi skáldverk sín ekki síður með lesendur annarra þjóða í huga, geti gef-
ið einhverja ávísun á svör við spurningunni um menningarbyltingu á Is-
landi?
Þegar Gunnar Gunnarsson hafði unnið sér frama, fé og frægð sem rit-
höfundur í Danmörku og allri Vestur-Evrópu og hvarf heim til Islands
1939 gripu danskir gagnrýnendur og bókmenntamenn stundum til há-
stemdra líkinga um feril hans.
Hann var karlssonurinn úr ævintýrinu, Hans klaufi, sem kom og vann
prinsessuna og konungsríkið. Einn þeirra sagði nokkurn veginn á þessa
leið: - Fyrst sveltur maður, þjáist maður, en svo - svo verður maður fræg-
ur.
Og vissulega minnti Gunnar Gunnarsson ekki á annan meir vorið 1939
en þann karlsson úr koti, sem unnið hafði heilt konungsríki, eða þá kolbíta
íslenska sem hófust úr ösku, frömdu dáðir á erlendri grund og sneru knerri
heim hlaðnir fé og frama.
En saga Gunnars var þá ekki öll. Hann lifði langa ævi eftir heimkomu
sína.
Til er líka saga af öðru konungsríki - saga Lés konungs sem að ævilokum
stóð yfir tvístruðu og hrundu ríki sínu.
Stóð Gunnar Gunnarsson síðar yfir hrundu ríki hugmynda sinna en gat
þrátt fyrir það tekið undir með Lé konungi á dauðastundinni:
[...] við lifum
og biðjum, syngjum, segjum frá, og hlæjum
að gullfiðrildum, heyrum húsgangs-ræfla
tjá hirðfréttir, við spjöllum líka við þá,
um náð og ónáð, hverjir rísa og hrapa,
og bregðum upp svo dular-drjúgum svip
sem Drottins njósnarar [...]?
Hans klaufi - Lér konungur. Felst svarið við spurningunni um menning-
arbyltingu á Islandi e.t.v. í því á hvorn veginn við túlkum líf og hugmynda-
heim Gunnars Gunnarssonar?
405