Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 109
hlutir eiga fyrir henni sinn tíma, svo er
hann liðinn og ekkert mál. Hún er full-
trúi lesenda í bókinni sem eins og hún
verða að læra að tíminn er langt í frá
einfalt mál. Kaldaljós er vel heppnuð
áróðursbók fyrir náttúrulegum tíma.
Vigdís reynir að undirbyggja tilfinn-
inguna um að allur tími sé til í einu með
því að gefa fyrri hluta sögunnar tíma-
lausan svip, setja hann niður í þorpi sem
framfarirnar hafa sneitt hjá og er hægt
og hægt að deyja í banvænum faðmi
Tinds, fjallsins sem gnæfir yfir litlu
byggðinni og er á hverri mynd sem
Grímur teiknar í æsku. I firðinum er
líka „aðalbyggð". Þar er framtíðin.
Lengi framan af bók er lesandi staddur
á einhvers konar aldamótaárum ís-
lenskra bernskuminninga með mönnum
sem róa og konum sem bera þvott milli
byggða á sjálfum sér. Hvergi er bíll,
sími, útvarp.
Það er þess vegna með nokkurri van-
trú sem maður fer að rekast á merki
þess að sagan gerist eftir miðja öld.
Pabbi Gríms fer með Tímann og vatnið
(sem kom út 1948) og hvað eftir annað
er talað um skáldkonu fjarðarins og
byggðarinnar sem varð að skipta um
fjöll þegar hún fór suður. Hér er vísað í
ljóð úr bókinni Dvergliljum eftir Vil-
borgu Dagbjartsdóttur frá 1968. Þegar
sagan er þar með komin fram um 1970
verður fjarvera nútímasamfélags fárán-
leg, tímaleysi verður tímaskekkja sem
truflar. Grímur getur vel verið náttúru-
barn og tákn listamanna allra tíma þótt
hann lifi bersýnilega í sínum tíma, aftur
á móti verður táknið tómt ef það vísar
ekki til einhvers veruleika.
Vigdísi tekst oft frábærlega að lýsa
hugsunum Gríms og því sem hann sér
með innri augum sínum, líka svipbrigð-
um og látæði, til dæmis áráttu hans að
Umsagnir um bakur
sveifla hurð þegar hann er glaður sem
verður ljóslifandi. En víðara ytra um-
hverfi verður miklu óljósara. Aldrei
tekst henni svo vel sé að draga upp af-
stöðuna milli aðalbyggðarinnar og
húsaþyrpingarinnar undir Tindi. Hvar
er skólinn úr því að Grímur eltir Tuma
úr skólanum og út í aðalbyggð? Hvar er
bryggjan í þorpi Gríms til dæmis miðað
við kofa Alfrúnar sem stendur við sjó-
inn? Á hvers konar farartæki kemur
breiðnefjaði aðkomumaðurinn sem tæl-
ir Indriða frá Onnu? Við sjáum hann
alls ekki koma. Og hvað er kjallaraíbúð
Gríms í Reykjavík eiginlega stór? Fern-
ingarnir sem hann límir á veggina eru
tveir sinnum tveir metrar og mér taldist
til að stofan þyrfti að minnsta kosti að
vera 140 fermetrar til að taka við þeim
sem nefnt er að hann kaupi. Lesanda
finnst hann oft fylgdarlaus um rúm sög-
unnar og það er erfitt að geta ekki
hreyft sig frjálslega um slóðir svo viða-
mikillar og langrar sögu og byggt upp
svið í huganum þar sem atvik gerast.
Orð hafði borist
En þó Vigdís Grímsdóttir byggi ekki
vandlega svið undir atburði þá byggir
hún sögu sína snilldarlega. Báðir hlutar
hennar rísa til hátinda sem eru jafn-
magnaðir og sætir furðu hvað henni
tekst að koma lesanda fullkomlega á
óvart í bæði skipti. Þó sést vel þegar
sagan er lesin aftur að stoðum er vand-
lega rennt undir bæði ris með fyrirboð-
um að rammíslenskum hætti.
Stíllinn á sögunni er auðugur og ljóð-
rænn eins og efninu hæfir, sköpunar-
sögu listamanns. Þorsteinn frá Hamri
sagði þá sögu í fyrsta ljóðinu í fyrstu
bók sinni:
Það var á bæ einum að gandur mikill
úr hvítum skógum trað flugstíg úr
499