Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar líktog raunvísindi. Það er að einhverju leyti þeirra verk að opnast hafa nýjar leiðir á milli ýmissa fræðigreina og að táknfræði, kvennafræði og menningar- rýni eru nú stundaðar á mjög breiðum grunni. Þessi gífurlega endurskoðun landamæra er oft talin vera mikilvægur þáttur í þeirri fagurfræði tíðarandans sem menn kalla póstmódernisma og ég hef vikið að. Ugglaust eru hér einhver tengsl við það villta sundurleysi sem umfaðmað er í einstökum menningarafurðum og það ætti að vera okkur viðvörun. Landa- mæri eru ekki bara ögrun sem þarf að útrýma; landamæri hindra líka hugsun- arleysi, þverfaglegur skilningur er eftirsóknarverður, en það liggur líka í loftinu einhver einingarþrá sem er varhugaverð, einhver löngun til að líta á menning- una sem heild þar sem allt rúmast á sama fleti. Víst er að svo samstillt menning er heldur blekkjandi endurspeglun á samfélagsveruleika okkar. Að vísu kemur hinn sundur-liðandi lesháttur póststrúktúralismans líka í veg fyrir trú okkar á slíkt allsherjartákn. Líklegra er að hann birti okkur frekar mynd af sundurtættum heimi. Þótt við lítum svo á að þessi lesháttur sé að veigamiklum hluta runninn úr módernisma, einsog ég hef haldið fram, þá má að sjálfsögðu beita honum á alla texta. Til að mynda hefur hluti heimsbók- menntanna nú verið endurskoðaður útfrá kenningum póststrúktúralismans um tungumálið og táknskrið þess - og iðulega á sér stað „ruglingur" hugtaka þegar sýnt er fram á hvernig tiltekin verk hangi ekki saman einsog talið hafði verið. Fræðimenn tala þá gjarnan um „póstmódernisma" í eldri verkum, jafnvel nokkurra alda gömlum. Róttæk fagurfræði módernismans liggur þá í senn að baki þeirri „póststrúktúralísku“ rannsóknaraðferð sem beitt er og að baki þess „póstmódernisma“ sem finnst í verkinu. Og raunin er sú að iðulega renna póst- hugtökin tvö saman í eitt í þessari umræðu, enda erfitt að greina á milli leshátt- arins og verksins sjálfs að meðferðinni lokinni. En þarna felst einmitt skortur á landamæra-hugsun í mörgum kenningum um ríkjandi „póstmódernískt ástand“. Hér komum við aftur að því sambandi við samtímann sem minnst var á í upphafi. Eg benti á hvernig módernisminn gæti með „niðurrifi“ merkingar ekki nema ýjað að öðrum nútíma - módern- isminn er neikvætt andsvar við heiminum, en þannig eru módernísk verk líka háð þeim félagslega skilningi sem þau leitast við að liða sundur. A sama hátt getur módernisminn orðið að leshætti sem beinist að öðrum verkum eða að heimsmyndinni. En „póstmódernískt ástand“ er kannski það sem til verður þegar þessi lesháttur yfirfærist alveg á heimsmyndina. Samtíminn breytist í eitt gríðarstórt módernískt „listaverk" þar sem ekkert er að sjá nema rústir og rök- lausar tengingar. Þetta er það sem gerist t.d. í þeirri mynd sem Baudrillard bregður upp af samtímamenningu. Hér er um að ræða skammhlaup - sá mód- ernismi sem löngum hefur þrýst á endamörk hins röklega skilnings er látinn þurrka skilninginn út. Ekki er þarmeð sagt að heimsendastemmningin sem af þessu hlýst eigi ekki margt sameiginlegt með raunverulegri heimsmynd okkar. I þeirri bók 450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.