Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 60
Tímarit Máls og menningar
líktog raunvísindi. Það er að einhverju leyti þeirra verk að opnast hafa nýjar
leiðir á milli ýmissa fræðigreina og að táknfræði, kvennafræði og menningar-
rýni eru nú stundaðar á mjög breiðum grunni.
Þessi gífurlega endurskoðun landamæra er oft talin vera mikilvægur þáttur í
þeirri fagurfræði tíðarandans sem menn kalla póstmódernisma og ég hef vikið
að. Ugglaust eru hér einhver tengsl við það villta sundurleysi sem umfaðmað er
í einstökum menningarafurðum og það ætti að vera okkur viðvörun. Landa-
mæri eru ekki bara ögrun sem þarf að útrýma; landamæri hindra líka hugsun-
arleysi, þverfaglegur skilningur er eftirsóknarverður, en það liggur líka í loftinu
einhver einingarþrá sem er varhugaverð, einhver löngun til að líta á menning-
una sem heild þar sem allt rúmast á sama fleti. Víst er að svo samstillt menning
er heldur blekkjandi endurspeglun á samfélagsveruleika okkar.
Að vísu kemur hinn sundur-liðandi lesháttur póststrúktúralismans líka í veg
fyrir trú okkar á slíkt allsherjartákn. Líklegra er að hann birti okkur frekar
mynd af sundurtættum heimi. Þótt við lítum svo á að þessi lesháttur sé að
veigamiklum hluta runninn úr módernisma, einsog ég hef haldið fram, þá má
að sjálfsögðu beita honum á alla texta. Til að mynda hefur hluti heimsbók-
menntanna nú verið endurskoðaður útfrá kenningum póststrúktúralismans um
tungumálið og táknskrið þess - og iðulega á sér stað „ruglingur" hugtaka þegar
sýnt er fram á hvernig tiltekin verk hangi ekki saman einsog talið hafði verið.
Fræðimenn tala þá gjarnan um „póstmódernisma" í eldri verkum, jafnvel
nokkurra alda gömlum. Róttæk fagurfræði módernismans liggur þá í senn að
baki þeirri „póststrúktúralísku“ rannsóknaraðferð sem beitt er og að baki þess
„póstmódernisma“ sem finnst í verkinu. Og raunin er sú að iðulega renna póst-
hugtökin tvö saman í eitt í þessari umræðu, enda erfitt að greina á milli leshátt-
arins og verksins sjálfs að meðferðinni lokinni.
En þarna felst einmitt skortur á landamæra-hugsun í mörgum kenningum
um ríkjandi „póstmódernískt ástand“. Hér komum við aftur að því sambandi
við samtímann sem minnst var á í upphafi. Eg benti á hvernig módernisminn
gæti með „niðurrifi“ merkingar ekki nema ýjað að öðrum nútíma - módern-
isminn er neikvætt andsvar við heiminum, en þannig eru módernísk verk líka
háð þeim félagslega skilningi sem þau leitast við að liða sundur. A sama hátt
getur módernisminn orðið að leshætti sem beinist að öðrum verkum eða að
heimsmyndinni. En „póstmódernískt ástand“ er kannski það sem til verður
þegar þessi lesháttur yfirfærist alveg á heimsmyndina. Samtíminn breytist í eitt
gríðarstórt módernískt „listaverk" þar sem ekkert er að sjá nema rústir og rök-
lausar tengingar. Þetta er það sem gerist t.d. í þeirri mynd sem Baudrillard
bregður upp af samtímamenningu. Hér er um að ræða skammhlaup - sá mód-
ernismi sem löngum hefur þrýst á endamörk hins röklega skilnings er látinn
þurrka skilninginn út.
Ekki er þarmeð sagt að heimsendastemmningin sem af þessu hlýst eigi ekki
margt sameiginlegt með raunverulegri heimsmynd okkar. I þeirri bók
450