Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar
Hvert var þá samband Gunnars við Þýskaland Þriðja ríkisins?
Vinátta Gunnars við Þjóðverja var áratuga gömul. Hann tortryggði
Breta, skrifaði harðar ádeilugreinar á yfirgang þeirra við Islendinga í við-
skiptaefnum á fyrri heimsstyrjaldarárunum og lét aftur og aftur í ljós ótta
um að íslendingar væru að sogast frá Norðurlöndum undir engilsaxnesk
yfirráð.
Honum var hagur og nauðsyn að halda góðum samböndum í Þýskalandi
vegna sölu bóka sinna, og svo verðum við að gera ráð fyrir að hann hafi
sem aðrir dauðlegir átt til mannlega hégómagirnd.
Um Þýskaland höfðu leiðir norrænna höfunda til evrópskrar frægðar
lengi legið: Brandes, Ibsen, Strindberg, Selma Lagerlöf, Knut Hamsun.
Hvað sáu þá þýskir nasistar í bókum Gunnars? Ekki fundu þeir þá stál-
rómantík, sem þeir dýrkuðu!
En þeir fundu rómantík og þeir fundu mýstík. Þeir fundu upphafningu
hins jarðnána bónda og dulúðugt samband manns og moldar - jarðar og
lífsdýrkunar, sem birtist til mestrar fullnustu í sögunni Jörð.
Og svo var það hinn norræni andi, hin norræna örlagahugsun.
Fyrir þessi einkenni m.a. voru verk Gunnars lofsömuð í Þýskalandi á
dögum Þriðja ríkisins, en sú hylli var miklu eldri en tæki til valdatíma nas-
ista, og ef þessi hugmyndalegu einkenni eru nasismi, er flokkur Adolfs
Hitlers orðinn víðfeðmari en svo að auðvelt sé að skilgreina hann og fylgj-
endurnir fleiri en talið hefur verið.
Vinátta Gunnars við þýska menn og virðing hans fyrir þýskri menningu
höfðu lengi staðið, er nasistar tóku völdin. Hann sleit ekki þessi bönd á
þeim degi, tók síðar upp hanskann fyrir ýmsar gerðir Þjóðverja, lét auð-
veldlega blekkjast af ýmsum ytri glæsileik í Þriðja ríkinu.
Gunnar var mikill einstaklingshyggjumaður og þó meiri mannhyggju-
maður. Oll verk hans eru gegnsýrð af umhyggju hans fyrir mannlegu lífi,
eðli og tilgangi - eða tilgangsleysi - mannlegs lífs. Hann var húmanisti.
Afhjúpanirnar á grimmdarverkum nasista í lok síðari heimsstyrjaldarinn-
ar hlutu að verða slíkum manni því þyngra áfall sem hann hafði haft vin-
samleg samskipti við suma úr flokki þeirra.
Vel má líta svo á, eins og Matthías Viðar gerir í ritgerð sinni, að kringum
1920 hafi Gunnar staðið yfir rústum hrunins heims, einn uppi í sundur-
tættri veröld.
I heild sinni má til sanns vegar færa að höfundarverk hans síðan og fram
til 1940 mótist af því að finna jörð til að standa á, finna leið til heilleika og
samræmis í lífinu.
420