Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar Hvert var þá samband Gunnars við Þýskaland Þriðja ríkisins? Vinátta Gunnars við Þjóðverja var áratuga gömul. Hann tortryggði Breta, skrifaði harðar ádeilugreinar á yfirgang þeirra við Islendinga í við- skiptaefnum á fyrri heimsstyrjaldarárunum og lét aftur og aftur í ljós ótta um að íslendingar væru að sogast frá Norðurlöndum undir engilsaxnesk yfirráð. Honum var hagur og nauðsyn að halda góðum samböndum í Þýskalandi vegna sölu bóka sinna, og svo verðum við að gera ráð fyrir að hann hafi sem aðrir dauðlegir átt til mannlega hégómagirnd. Um Þýskaland höfðu leiðir norrænna höfunda til evrópskrar frægðar lengi legið: Brandes, Ibsen, Strindberg, Selma Lagerlöf, Knut Hamsun. Hvað sáu þá þýskir nasistar í bókum Gunnars? Ekki fundu þeir þá stál- rómantík, sem þeir dýrkuðu! En þeir fundu rómantík og þeir fundu mýstík. Þeir fundu upphafningu hins jarðnána bónda og dulúðugt samband manns og moldar - jarðar og lífsdýrkunar, sem birtist til mestrar fullnustu í sögunni Jörð. Og svo var það hinn norræni andi, hin norræna örlagahugsun. Fyrir þessi einkenni m.a. voru verk Gunnars lofsömuð í Þýskalandi á dögum Þriðja ríkisins, en sú hylli var miklu eldri en tæki til valdatíma nas- ista, og ef þessi hugmyndalegu einkenni eru nasismi, er flokkur Adolfs Hitlers orðinn víðfeðmari en svo að auðvelt sé að skilgreina hann og fylgj- endurnir fleiri en talið hefur verið. Vinátta Gunnars við þýska menn og virðing hans fyrir þýskri menningu höfðu lengi staðið, er nasistar tóku völdin. Hann sleit ekki þessi bönd á þeim degi, tók síðar upp hanskann fyrir ýmsar gerðir Þjóðverja, lét auð- veldlega blekkjast af ýmsum ytri glæsileik í Þriðja ríkinu. Gunnar var mikill einstaklingshyggjumaður og þó meiri mannhyggju- maður. Oll verk hans eru gegnsýrð af umhyggju hans fyrir mannlegu lífi, eðli og tilgangi - eða tilgangsleysi - mannlegs lífs. Hann var húmanisti. Afhjúpanirnar á grimmdarverkum nasista í lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar hlutu að verða slíkum manni því þyngra áfall sem hann hafði haft vin- samleg samskipti við suma úr flokki þeirra. Vel má líta svo á, eins og Matthías Viðar gerir í ritgerð sinni, að kringum 1920 hafi Gunnar staðið yfir rústum hrunins heims, einn uppi í sundur- tættri veröld. I heild sinni má til sanns vegar færa að höfundarverk hans síðan og fram til 1940 mótist af því að finna jörð til að standa á, finna leið til heilleika og samræmis í lífinu. 420
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.