Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 99
Tvœr sögur
færðist yfir varir hans. Honum varð hugsað til þess ef hellt yrði í eitt
ker öllu því kartöfluseyði, kúmenglundri, kirsuberja- og klíðis-
mauki, að ótöldu öllu því súpugumsi sem hann hafði látið ofan í sig
um ævina - æ æ æ, þvílíkt og annað eins kerald myndi hvergi finn-
ast, ekki einu sinni í kjallara erkibiskupsins af Eger. En hins vegar ef
því yrði safnað saman sem honum hafði þótt gott að borða dygði
það ekki einu sinni til að fylla pottkrílið sem hann hafði sparkað í á
akrinum fyrr um daginn, þótt því yrði öllu ausið í það.
Allt í einu fannst honum sem hann væri kominn í skinnskóna og
þráðurinn um pottinn væri aftur flæktur utan um fótinn. Hann
sparkaði af öllum kröftum. Hefði hann legið í rúmi hefði það hrotið
í sundur undan högginu, en stráfletið hans var löngu hætt að kippa
sér upp við bröltið í honum. Og þó hafði Litli-Jón sparkað af alefli.
Hann ætlaði að sparka af sér hafti fátæktarinnar í eitt skipti fyrir öll.
Næsta dag vaknaði hann upp við vondan draum. Hann reis önug-
ur á fætur og fann þá til mikilla þyngsla fyrir brjóstinu. Líkt og
hertar væru að honum ólar.
- Fari hann bölvaður hann Sarúdý. Eg skal éta hann út á gaddinn.
Nóg hef ég pjakkað fyrir hann um dagana.
Ekki þorði hann að bragða á morgunverði. Hann snerti heldur
ekki mat í hádeginu; óttaðist að vera ekki nógu svangur um kvöldið.
Aður þegar hann reifst við konu sína tók hann vart eftir því þótt
hann sylti heilu dagana. Nú nötruðu innyflin í honum og honum lá
við yfirliði af hungri.
Hann herpti saman varirnar svo stríkkaði á breiðum og sterkleg-
um kjálkunum og starði gráum augum fram fyrir sig. Af dýrslegri
þrákelkni barðist hann við sjálfan sig. En hann borðaði ekkert, held-
ur þraukaði.
- Fimmtíu kálböggla, hugsaði hann um leið og hann brá sigðinni
í öxin af ískaldri festu, taktfast, eins og skurðarvél.
Veröldin hvarf honum. Kornbreiðan varð ósýnileg, hann veitti
fólkinu í kring enga athygli, þekkti engan, ekkert, átti sér hvorki
fortíð né framtíð; tilveran snerist um það eitt að herða hann í ætlun-
arverki sínu. Líkt og honum hefði verið falið það af æðri máttar-
völdum. Hann fann hvernig innyflin ummynduðust og urðu að
magagímaldi, reiðubúnu til ómældra átaka. I leiftrandi sjónhendingu
leit hann á veröldina í kring og fannst sem á því andartaki væri hann
489
TMM VII