Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 99
Tvœr sögur færðist yfir varir hans. Honum varð hugsað til þess ef hellt yrði í eitt ker öllu því kartöfluseyði, kúmenglundri, kirsuberja- og klíðis- mauki, að ótöldu öllu því súpugumsi sem hann hafði látið ofan í sig um ævina - æ æ æ, þvílíkt og annað eins kerald myndi hvergi finn- ast, ekki einu sinni í kjallara erkibiskupsins af Eger. En hins vegar ef því yrði safnað saman sem honum hafði þótt gott að borða dygði það ekki einu sinni til að fylla pottkrílið sem hann hafði sparkað í á akrinum fyrr um daginn, þótt því yrði öllu ausið í það. Allt í einu fannst honum sem hann væri kominn í skinnskóna og þráðurinn um pottinn væri aftur flæktur utan um fótinn. Hann sparkaði af öllum kröftum. Hefði hann legið í rúmi hefði það hrotið í sundur undan högginu, en stráfletið hans var löngu hætt að kippa sér upp við bröltið í honum. Og þó hafði Litli-Jón sparkað af alefli. Hann ætlaði að sparka af sér hafti fátæktarinnar í eitt skipti fyrir öll. Næsta dag vaknaði hann upp við vondan draum. Hann reis önug- ur á fætur og fann þá til mikilla þyngsla fyrir brjóstinu. Líkt og hertar væru að honum ólar. - Fari hann bölvaður hann Sarúdý. Eg skal éta hann út á gaddinn. Nóg hef ég pjakkað fyrir hann um dagana. Ekki þorði hann að bragða á morgunverði. Hann snerti heldur ekki mat í hádeginu; óttaðist að vera ekki nógu svangur um kvöldið. Aður þegar hann reifst við konu sína tók hann vart eftir því þótt hann sylti heilu dagana. Nú nötruðu innyflin í honum og honum lá við yfirliði af hungri. Hann herpti saman varirnar svo stríkkaði á breiðum og sterkleg- um kjálkunum og starði gráum augum fram fyrir sig. Af dýrslegri þrákelkni barðist hann við sjálfan sig. En hann borðaði ekkert, held- ur þraukaði. - Fimmtíu kálböggla, hugsaði hann um leið og hann brá sigðinni í öxin af ískaldri festu, taktfast, eins og skurðarvél. Veröldin hvarf honum. Kornbreiðan varð ósýnileg, hann veitti fólkinu í kring enga athygli, þekkti engan, ekkert, átti sér hvorki fortíð né framtíð; tilveran snerist um það eitt að herða hann í ætlun- arverki sínu. Líkt og honum hefði verið falið það af æðri máttar- völdum. Hann fann hvernig innyflin ummynduðust og urðu að magagímaldi, reiðubúnu til ómældra átaka. I leiftrandi sjónhendingu leit hann á veröldina í kring og fannst sem á því andartaki væri hann 489 TMM VII
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.