Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar
ingar á málefnum sínum, en 1934 var nafni þess breytt í Der Norden, útgáfa
þess aukin og það gert að einhverju glæsilegasta menningartímariti þeirra
ára.
Þarna voru einkum birt verk norrænna höfunda, kynntir norrænir lista-
menn og sagt frá heimsóknum og menningarhátíðum. Það eru ekki ýkjur
að á árunum fram til 1940 var engum norrænum rithöfundi helgað meira
rúm eða sterkara lof í þessu riti en Gunnari Gunnarssyni.
Nú stórjukust líka heimboð og hátíðir. Gunnar fór margar ferðir til upp-
lestra úr verkum sínum og fyrirlestrahalds um Þýskaland á næstu árum, og
auðvitað var það honum sjálfum og útgefendum hans mikið hagsmunamál
að vegur hans opinberlega væri sem mestur á Þýskalandi.
Orlagaríkastir fyrir stöðu Gunnars sem rithöfundar í Danmörku urðu
ýmsir atburðir ársins 1936.
Snemma á því ári flutti hann víðsvegar um Þýskaland fyrirlestur sinn
„Nordischer Schicksalsgedanke“ sem hann þýddi síðar nokkuð styttan í
Arbók sína undir nafninu „Örlög“ og hér hefur verið til vitnað.
Vorið 1936 var hátíðlegt haldið 550 ára afmæli háskólans í Heidelberg og
þótti sýnt fyrir fram að hinir nýju valdhafar þýska ríkisins ætluðu að nota
hátíðina til lofs og dýrðar stefnu sinni. Af þeim sökum afþökkuðu háskólar
á Bretlandi og Norðurlöndum að senda fulltrúa til hátíðarhaldanna, t.a.m.
varð deila í Ósló um það hvort fara skyldi eður ei.
Þá brugðu Þjóðverjar á það ráð að bjóða einstaklingum úr hópi rithöf-
unda og listamanna og sæma þá heiðursdoktorsnafnbót. Urðu þá heiðurs-
doktorar m.a. sænska skáldið Verner von Heidenstam, finnska tónskáldið
Jean Sibelius og Gunnar Gunnarsson. Gunnar fór til Heidelberg á hátíðina
þar sem doktorsskjöl voru afhent 30. júní. Aður en að því kæmi hafði hann
þó horfið þaðan aftur, og var honum ekki fengið skjalið í hendur fyrr en í
veislu sem þýski sendiherrann í Kaupmannahöfn hélt honum 7. jan. 1937.
Þetta var samt ekki eini sæmdarvotturinn sem Þjóðverjar sýndu Gunnari
þessa sumardaga 1936.
Degi fyrr en doktorar voru krýndir í Heidelberg sté hann í Hamborg um
borð í lystiskipið Milwaukee sem heiðursgestur Die nordische Gesell-
schaft, en félagið gekkst þá fyrir eins konar pílagrímsför þýskra Norður-
landavina til Færeyja, Islands og Noregs. Um þá för var gefin út bók,
Deutsche Nordlandreise, árið eftir, og þar getur m.a. að lesa lýsingu á því er
einn af prófessorum Heimspekideildar flutti ræðu fyrir minni foringjans,
Adolfs Hitlers, í veislu hér úti á ytri höfninni í Reykjavík.
Þessir tveir atburðir — að Gunnar þá heiðursdoktorsnafnbót og fór á há-
skólahátíðina í Heidelberg, sem nasistar undir forystu dr. Göbbels notuðu
óspart í áróðurs- og útbreiðsluskyni, og að hann þá boð Die nordische
416