Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 26
Tímarit Máls og menningar ingar á málefnum sínum, en 1934 var nafni þess breytt í Der Norden, útgáfa þess aukin og það gert að einhverju glæsilegasta menningartímariti þeirra ára. Þarna voru einkum birt verk norrænna höfunda, kynntir norrænir lista- menn og sagt frá heimsóknum og menningarhátíðum. Það eru ekki ýkjur að á árunum fram til 1940 var engum norrænum rithöfundi helgað meira rúm eða sterkara lof í þessu riti en Gunnari Gunnarssyni. Nú stórjukust líka heimboð og hátíðir. Gunnar fór margar ferðir til upp- lestra úr verkum sínum og fyrirlestrahalds um Þýskaland á næstu árum, og auðvitað var það honum sjálfum og útgefendum hans mikið hagsmunamál að vegur hans opinberlega væri sem mestur á Þýskalandi. Orlagaríkastir fyrir stöðu Gunnars sem rithöfundar í Danmörku urðu ýmsir atburðir ársins 1936. Snemma á því ári flutti hann víðsvegar um Þýskaland fyrirlestur sinn „Nordischer Schicksalsgedanke“ sem hann þýddi síðar nokkuð styttan í Arbók sína undir nafninu „Örlög“ og hér hefur verið til vitnað. Vorið 1936 var hátíðlegt haldið 550 ára afmæli háskólans í Heidelberg og þótti sýnt fyrir fram að hinir nýju valdhafar þýska ríkisins ætluðu að nota hátíðina til lofs og dýrðar stefnu sinni. Af þeim sökum afþökkuðu háskólar á Bretlandi og Norðurlöndum að senda fulltrúa til hátíðarhaldanna, t.a.m. varð deila í Ósló um það hvort fara skyldi eður ei. Þá brugðu Þjóðverjar á það ráð að bjóða einstaklingum úr hópi rithöf- unda og listamanna og sæma þá heiðursdoktorsnafnbót. Urðu þá heiðurs- doktorar m.a. sænska skáldið Verner von Heidenstam, finnska tónskáldið Jean Sibelius og Gunnar Gunnarsson. Gunnar fór til Heidelberg á hátíðina þar sem doktorsskjöl voru afhent 30. júní. Aður en að því kæmi hafði hann þó horfið þaðan aftur, og var honum ekki fengið skjalið í hendur fyrr en í veislu sem þýski sendiherrann í Kaupmannahöfn hélt honum 7. jan. 1937. Þetta var samt ekki eini sæmdarvotturinn sem Þjóðverjar sýndu Gunnari þessa sumardaga 1936. Degi fyrr en doktorar voru krýndir í Heidelberg sté hann í Hamborg um borð í lystiskipið Milwaukee sem heiðursgestur Die nordische Gesell- schaft, en félagið gekkst þá fyrir eins konar pílagrímsför þýskra Norður- landavina til Færeyja, Islands og Noregs. Um þá för var gefin út bók, Deutsche Nordlandreise, árið eftir, og þar getur m.a. að lesa lýsingu á því er einn af prófessorum Heimspekideildar flutti ræðu fyrir minni foringjans, Adolfs Hitlers, í veislu hér úti á ytri höfninni í Reykjavík. Þessir tveir atburðir — að Gunnar þá heiðursdoktorsnafnbót og fór á há- skólahátíðina í Heidelberg, sem nasistar undir forystu dr. Göbbels notuðu óspart í áróðurs- og útbreiðsluskyni, og að hann þá boð Die nordische 416
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.