Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 51
Hvað er póstmódernismi?
Þetta má skoða sem andóf gegn módernisma sem leyfir sjálfinu ekki að hanga
saman heldur sýnir það sem tastt eða dreift fyrirbæri í nútímanum. Jafnframt
tengist þetta þeirri endurvakningu sögunnar sem áður var rætt um og kannski
felst í viðleitni til að reisa úr rúst seiðandi áru hins epíska heims sem kann að
virðast uppurinn sem sögusvið í flestum löndum Vesturheims nú á dögum.
Ennfremur kann að felast hér a.m.k. hlutaskýring á aðdráttarafli hins magíska
söguheims í suður-amerískum bókmenntum. Þurfa þéttbýlingar Vesturlanda á
níunda áratugnum að komast „burt“ til að trúa á sögu?
Nostalgískt athvarf hins epíska sjálfs getur verið rakarastofa eða dúfnakofa-
þorp í sögum Einars Más eða braggahverfi Einars Kárasonar. Einsog verða vill
um nostalgíu er hér oft um bernskuheim að ræða og mætti eflaust nálgast um-
ræðuna um bernskulýsingar í íslenskri sagnagerð útfrá þessum sjónarhóli.32
Fyrri hluti Kaldaljóss Vigdísar Grímsdóttur er afbragðsvel saminn og nost-
algtskur bernskuheimur. Snjóflóðið sem rústar æskuheimilið er ekki bara raun-
sæilegur atburður, heldur tilraun söguhöfundar til að loka þessum heimi á
sannfærandi hátt - sem tekst ekki því nostalgían fer sem ræfill af sjálfri sér í
gegnum seinni hluta verksins og hafnar aftur í flóðinu í sögulok. I Sóltt sólu eft-
ir Guðlaug Arason er teflt fram tveimur tímaskeiðum og þau látin „ræða“ sam-
an, nokkuð sem stundum er talið dæmigert póstmódernískt listbragð. Raunar
finnst mér þau tala í kross, því „gamli tíminn“ í sögunni ilmar af nostalgíu.
Hann verður að fölskum heimi hins heilsteypta sögusjálfs og þannig að blekkj-
andi spegli fyrir nútímahetjuna sem er að kikna undan sínum nýraunsæju
vandamálum. Ilmurinn eftir Patrick Sufikind, þessi vandaða metsölubók (ann-
að póstmódernískt einkenni!), sýnir hvernig sögur geta vegið salt á milli gagn-
rýninna samræðna sögu og nútíma og nostalgískrar blindu. Því nostalgían get-
ur einkennst af hrolli ekki síður en unaði; um leið og við fylgjum glæpaslóð
þessa lyktarinnar listamanns, Jean-Baptiste Grenouille, baðar Sufikind okkur í
sjálfumglaðri nostalgíu sögusviðsins. En jafnframt veltir hann upp einkennum
18. aldar sem skírskota mjög til okkar, til dæmis umbrotum í kapítalisma og trú
á framfarir, því „taumlaus nýjungagirni braust út hvarvetna og á öllum sviðum,
þessi taumlausa athafnaþrá, þetta tilraunaæði, þetta mikilmennskubrjálæði í
verslun, í samgöngum og í vísindum!"33 Og taumleysi einsog það sem Gren-
oulle er haldinn er kannski ekki svo óþekkt fyrirbæri á okkar tíma, sem er skil-
getið afkvæmi umbrotanna á 18. öld. Þannig verður nostalgía verksins líklega
ekki skilin frá nýrri söguhyggju.
Ég er sjálfsagt farinn að alhæfa gróflega um einstök skáldverk. Það er sprott-
ið af þörf minni til að krydda þessa mjög svo almennu umfjöllun með dæmum
- sem eflaust eru umdeilanleg.
TMM IV
441