Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 51
Hvað er póstmódernismi? Þetta má skoða sem andóf gegn módernisma sem leyfir sjálfinu ekki að hanga saman heldur sýnir það sem tastt eða dreift fyrirbæri í nútímanum. Jafnframt tengist þetta þeirri endurvakningu sögunnar sem áður var rætt um og kannski felst í viðleitni til að reisa úr rúst seiðandi áru hins epíska heims sem kann að virðast uppurinn sem sögusvið í flestum löndum Vesturheims nú á dögum. Ennfremur kann að felast hér a.m.k. hlutaskýring á aðdráttarafli hins magíska söguheims í suður-amerískum bókmenntum. Þurfa þéttbýlingar Vesturlanda á níunda áratugnum að komast „burt“ til að trúa á sögu? Nostalgískt athvarf hins epíska sjálfs getur verið rakarastofa eða dúfnakofa- þorp í sögum Einars Más eða braggahverfi Einars Kárasonar. Einsog verða vill um nostalgíu er hér oft um bernskuheim að ræða og mætti eflaust nálgast um- ræðuna um bernskulýsingar í íslenskri sagnagerð útfrá þessum sjónarhóli.32 Fyrri hluti Kaldaljóss Vigdísar Grímsdóttur er afbragðsvel saminn og nost- algtskur bernskuheimur. Snjóflóðið sem rústar æskuheimilið er ekki bara raun- sæilegur atburður, heldur tilraun söguhöfundar til að loka þessum heimi á sannfærandi hátt - sem tekst ekki því nostalgían fer sem ræfill af sjálfri sér í gegnum seinni hluta verksins og hafnar aftur í flóðinu í sögulok. I Sóltt sólu eft- ir Guðlaug Arason er teflt fram tveimur tímaskeiðum og þau látin „ræða“ sam- an, nokkuð sem stundum er talið dæmigert póstmódernískt listbragð. Raunar finnst mér þau tala í kross, því „gamli tíminn“ í sögunni ilmar af nostalgíu. Hann verður að fölskum heimi hins heilsteypta sögusjálfs og þannig að blekkj- andi spegli fyrir nútímahetjuna sem er að kikna undan sínum nýraunsæju vandamálum. Ilmurinn eftir Patrick Sufikind, þessi vandaða metsölubók (ann- að póstmódernískt einkenni!), sýnir hvernig sögur geta vegið salt á milli gagn- rýninna samræðna sögu og nútíma og nostalgískrar blindu. Því nostalgían get- ur einkennst af hrolli ekki síður en unaði; um leið og við fylgjum glæpaslóð þessa lyktarinnar listamanns, Jean-Baptiste Grenouille, baðar Sufikind okkur í sjálfumglaðri nostalgíu sögusviðsins. En jafnframt veltir hann upp einkennum 18. aldar sem skírskota mjög til okkar, til dæmis umbrotum í kapítalisma og trú á framfarir, því „taumlaus nýjungagirni braust út hvarvetna og á öllum sviðum, þessi taumlausa athafnaþrá, þetta tilraunaæði, þetta mikilmennskubrjálæði í verslun, í samgöngum og í vísindum!"33 Og taumleysi einsog það sem Gren- oulle er haldinn er kannski ekki svo óþekkt fyrirbæri á okkar tíma, sem er skil- getið afkvæmi umbrotanna á 18. öld. Þannig verður nostalgía verksins líklega ekki skilin frá nýrri söguhyggju. Ég er sjálfsagt farinn að alhæfa gróflega um einstök skáldverk. Það er sprott- ið af þörf minni til að krydda þessa mjög svo almennu umfjöllun með dæmum - sem eflaust eru umdeilanleg. TMM IV 441
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.