Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 92
Tímarit Máls og menningar - Einseyringarnir, sagði móðir mín og skellti upp úr. Hún dró út skúffuna. - Komdu vinur. Við skulum samt reyna að hafa hendur í hári þorparanna. Ussum, fussum, eyringar. Hún kraup niður á gólfið og skellti niður skúffunni eins og hún óttaðist mest að peningarnir flygju burt fyrir framan nefið á okkur, skellti henni á hvolf líkt og þegar maður hattar flugur. Það var ekki hægt annað en hlæja. - Þeir eru hérna, þeir eru hérna undir einhversstaðar, hló hún og var ekkert að flýta sér að lyfta upp skúffunni. - Þó ekki væri nema einn, þá skal hann vera hér. Eg kraup niður, af spenningi; glampaði ekki einhversstaðar á pen- ing sem var að reyna að læðast í burtu? Ekki sást nein hreyfing. Satt að segja held ég ekki að við höfum gert ráð fyrir því, hvorugt okkar, að það væri nokkuð þarna undir. Við litum hvort á annað og hlógum að barnaskap okkar. Eg kom við sporðreista skúffuna. - Uss! sagði móðir mín svo hvellt, að mér dauðbrá. - Varlega, þeir gætu sloppið. Þú veist bara ekki hvað peningar geta verið fljótir á sér. Þeir rúlla sem örskot og eru horfnir á augabragði. Bara hrein- lega hverfa. . . Við beygðum okkur niður og svipuðumst um. Við vissum bæði hvað einseyringar gátu horfið auðveldlega. Eftir að hafa gáð allt í kring rétti ég fram aðra höndina til að hvolfa skúffunni við. - Hvað ertu að gera! hrópaði mamma aftur upp yfir sig svo ég kippti að mér hendinni eins og ég hefði brennt mig. - Gættu að þér ráðleysingi. Ætlarðu að láta þá sleppa? Við eigum þó peningana á meðan þeir eru þarna undir. Við skulum leyfa þeim að dúsa inni um stund. Því sjáðu, ég ætla að þvo og til þess þarf ég sápu. Sápan kostar að minnsta kosti sjö aura, ódýrari fæst hún ekki. Nú er ég með þrjá aura og vantar fjóra. Þeir eru hérna inni í litla húsinu sínu, hérna búa þeir og þeim er meinilla við að vera ónáðað- ir. Þá fýkur svo í þá að þeir rjúka á dyr og láta aldrei sjá sig framar. Já, gættu þín bara. Peningar eru viðkvæmar sálir, það þarf að um- gangast þá með aðgát. Með virðingu. Þeir verða svo auðveldlega foj 482
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.