Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 92
Tímarit Máls og menningar
- Einseyringarnir, sagði móðir mín og skellti upp úr.
Hún dró út skúffuna.
- Komdu vinur. Við skulum samt reyna að hafa hendur í hári
þorparanna. Ussum, fussum, eyringar.
Hún kraup niður á gólfið og skellti niður skúffunni eins og hún
óttaðist mest að peningarnir flygju burt fyrir framan nefið á okkur,
skellti henni á hvolf líkt og þegar maður hattar flugur.
Það var ekki hægt annað en hlæja.
- Þeir eru hérna, þeir eru hérna undir einhversstaðar, hló hún og
var ekkert að flýta sér að lyfta upp skúffunni.
- Þó ekki væri nema einn, þá skal hann vera hér.
Eg kraup niður, af spenningi; glampaði ekki einhversstaðar á pen-
ing sem var að reyna að læðast í burtu? Ekki sást nein hreyfing. Satt
að segja held ég ekki að við höfum gert ráð fyrir því, hvorugt okkar,
að það væri nokkuð þarna undir.
Við litum hvort á annað og hlógum að barnaskap okkar.
Eg kom við sporðreista skúffuna.
- Uss! sagði móðir mín svo hvellt, að mér dauðbrá. - Varlega,
þeir gætu sloppið. Þú veist bara ekki hvað peningar geta verið fljótir
á sér. Þeir rúlla sem örskot og eru horfnir á augabragði. Bara hrein-
lega hverfa. . .
Við beygðum okkur niður og svipuðumst um. Við vissum bæði
hvað einseyringar gátu horfið auðveldlega.
Eftir að hafa gáð allt í kring rétti ég fram aðra höndina til að
hvolfa skúffunni við.
- Hvað ertu að gera! hrópaði mamma aftur upp yfir sig svo ég
kippti að mér hendinni eins og ég hefði brennt mig.
- Gættu að þér ráðleysingi. Ætlarðu að láta þá sleppa? Við eigum
þó peningana á meðan þeir eru þarna undir. Við skulum leyfa þeim
að dúsa inni um stund. Því sjáðu, ég ætla að þvo og til þess þarf ég
sápu. Sápan kostar að minnsta kosti sjö aura, ódýrari fæst hún ekki.
Nú er ég með þrjá aura og vantar fjóra. Þeir eru hérna inni í litla
húsinu sínu, hérna búa þeir og þeim er meinilla við að vera ónáðað-
ir. Þá fýkur svo í þá að þeir rjúka á dyr og láta aldrei sjá sig framar.
Já, gættu þín bara. Peningar eru viðkvæmar sálir, það þarf að um-
gangast þá með aðgát. Með virðingu. Þeir verða svo auðveldlega foj
482