Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Blaðsíða 29
Gegn straumi aldar
nasistar, töldu hæfilegan hápunkt ferðalagsins að hann hitti Hitler og sögðu
honum að æskja eftir viðtali, sem hann gerði.
Gunnar las upp í 40 stöðum á Þýskalandi í þessari ferð og hann sagði
mér sjálfur, að þegar líða tók á ferðalagið, fór hann að hugleiða hvað hann
gæti sagt við þennan volduga mann og hvort hann gæti látið nokkuð gott af
heimsókn sinni leiða.
Þá hugkvæmdist honum að tala fyrir því við foringjann að hann beitti sér
fyrir að stöðva finnsk-rússneska vetrarstríðið sem þá geisaði.
Það hefur löngum þótt nokkuð djarft hjá Knut Hamsun þegar hann ætl-
aði að fá Hitler til að draga Terboven frá Noregi, en hvað var það hjá því
að ætla sér að stöðva heila styrjöld?
- I rauninni er ekki hægt að bera virðingu fyrir neinu nema því að ætla
sér hið ómögulega, sagði Gunnar einu sinni við mig af allt öðru tilefni.
Samtalið við Hitler var löngu ákveðið 20. mars, en 13. mars gáfust Finnar
upp.
Um hvað töluðu þeir þá?
Það veit enginn lengur. Samt má lifa í voninni um þýska nákvæmni og
reyna að leita enn betur að samtíma gögnum.
Eins og Gunnar lýsti samtalinu fyrir mér var það marklítið karp um sig-
urmöguleika Þjóðverja, sem hann kvaðst hafa leyft sér að draga mjög í efa
við valdhafann sjálfan.
Og hvað sem þeim hefur farið á milli er varðveitt samtíma heimild fyrir
því að Gunnar stóð ekki frammi fyrir foringjanum sem neins konar jábróð-
ir, þý eða handbendi.
Eftir heimsóknina bað þýska utanríkisráðuneytið sendiráð sitt í Kaup-
mannahöfn að rannsaka feril Gunnars Gunnarssonar vegna ákveðinnar
gagnrýni sem fram hefði komið á fundi hans við foringjann.
Þessa rannsókn framkvæmdi menningarmálafulltrúi sendiráðsins, dr.
Domes, og byggði hana á Det nordiske Rige, sem var úrval greina Gunnars
um skandínavismann.
Niðurstaða hans var sú að ekki væri ástæða til að efast um vináttu Gunn-
ars við Þýskaland þar eð stefna bókarinnar væri sem mestur vegur nor-
rænna og þar með germanskra þjóða.
I sömu plöggum er varðveitt það álit sendiherrans Grundherrs að sögu-
hneigð Kirkjunnar d fjallinu standi nærri hinni nasjónalsósíalísku kenningu
um „Blut und Boden“.
Svo fáránlegar myndir gat menningaráhugi nasista tekið.
419