Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 29
Gegn straumi aldar nasistar, töldu hæfilegan hápunkt ferðalagsins að hann hitti Hitler og sögðu honum að æskja eftir viðtali, sem hann gerði. Gunnar las upp í 40 stöðum á Þýskalandi í þessari ferð og hann sagði mér sjálfur, að þegar líða tók á ferðalagið, fór hann að hugleiða hvað hann gæti sagt við þennan volduga mann og hvort hann gæti látið nokkuð gott af heimsókn sinni leiða. Þá hugkvæmdist honum að tala fyrir því við foringjann að hann beitti sér fyrir að stöðva finnsk-rússneska vetrarstríðið sem þá geisaði. Það hefur löngum þótt nokkuð djarft hjá Knut Hamsun þegar hann ætl- aði að fá Hitler til að draga Terboven frá Noregi, en hvað var það hjá því að ætla sér að stöðva heila styrjöld? - I rauninni er ekki hægt að bera virðingu fyrir neinu nema því að ætla sér hið ómögulega, sagði Gunnar einu sinni við mig af allt öðru tilefni. Samtalið við Hitler var löngu ákveðið 20. mars, en 13. mars gáfust Finnar upp. Um hvað töluðu þeir þá? Það veit enginn lengur. Samt má lifa í voninni um þýska nákvæmni og reyna að leita enn betur að samtíma gögnum. Eins og Gunnar lýsti samtalinu fyrir mér var það marklítið karp um sig- urmöguleika Þjóðverja, sem hann kvaðst hafa leyft sér að draga mjög í efa við valdhafann sjálfan. Og hvað sem þeim hefur farið á milli er varðveitt samtíma heimild fyrir því að Gunnar stóð ekki frammi fyrir foringjanum sem neins konar jábróð- ir, þý eða handbendi. Eftir heimsóknina bað þýska utanríkisráðuneytið sendiráð sitt í Kaup- mannahöfn að rannsaka feril Gunnars Gunnarssonar vegna ákveðinnar gagnrýni sem fram hefði komið á fundi hans við foringjann. Þessa rannsókn framkvæmdi menningarmálafulltrúi sendiráðsins, dr. Domes, og byggði hana á Det nordiske Rige, sem var úrval greina Gunnars um skandínavismann. Niðurstaða hans var sú að ekki væri ástæða til að efast um vináttu Gunn- ars við Þýskaland þar eð stefna bókarinnar væri sem mestur vegur nor- rænna og þar með germanskra þjóða. I sömu plöggum er varðveitt það álit sendiherrans Grundherrs að sögu- hneigð Kirkjunnar d fjallinu standi nærri hinni nasjónalsósíalísku kenningu um „Blut und Boden“. Svo fáránlegar myndir gat menningaráhugi nasista tekið. 419
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.