Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 41
Hvað er póstmódernismi f kunnum að skynja „eftir“ að hafa losnað, að svo miklu leyti sem það er hægt, undan ægivaldi hins móderna vestræna samkomulags, hins symbólska merk- ingarheims sem ofinn er úr táknkerfum okkar. En hugtök hegða sér ekki alltaf „skynsamlega" og ég hef litla trú á að „póstmódernismi" eigi eftir að færast yfir á nýsköpun og framúrstefnu á fyrri hluta aldarinnar. Handhægara virðist mér að notast við „módernisma" fyrir þá róttæku fagurfræði sem hér hefur verið lýst, hvort sem hennar sér stað í verkum James Joyce frá því snemma á öldinni eða í skáldsögum Thors Vilhjálmssonar á áttunda áratugnum.12 Þetta er fagur- fræði brotanna, þeirra rústa sem blasa við okkur þegar við reynum að skilja hlutaðeigandi verk þeim skilningi sem samfélagið heldur að okkur. Nú mætti halda að ég væri búinn að finna einhverja „lausn“ á vandanum með því að fella módernisma og póstmódernisma saman í sögulegan andófs- strúktúr. En ég væri að loka umræðunni á einfeldningslegan hátt ef ég ætlaði að ganga svona frá hnútum og þurrka hreinlega út skilin á milli hugtakanna. I rauninni væri slíkt litlu frjósamara en að lýsa vígreifur yfir að módernisminn sé dauður, einsog svo margir hafa gert. Oneitanlega hafa bollaleggingar um þenn- an mun eða skil í sögunni orðið til að skerpa umræðuna og draga fram mikils- verðar spurningar og endurmat á listastefnum aldarinnar. I langflestum tilfell- um er um að ræða einhverskonar uppgjör við módernisma og þetta skýrir hversvegna hugtakið „póstmódernismi“ er notað á svo margbreytilegan hátt sem raun ber vitni: póstmódernismi er heitið á uppgjörinu - og þetta uppgjör er iðulega allt annars eðlis en það sem birtist í almennri lýsingu minni á mód- ernismanum. Á eftir hvaða módernisma f Ef betur er að gáð reynist póstmódernismi þó oftar en ekki vera uppgjör við tilteknar ríkjandi túlkunaraðferðir þeirra sem fjallað hafa um módernisma og skapað í nafni hans ákveðið hefðarveldi viðurkenndra verka. Þessar túlkunar- leiðir hafa síðan runnið saman við þá list og þær bókmenntir sem hugtakið á að ná yfir. Þegar síðan póstmódernismi verður gjaldgengt hugtak vestan hafs á síðari hluta sjöunda áratugarins felst fyrst í því einskonar dýonísísk hylling ringulreiðar, það er látið túlka rómantíska splundrun sjálfsins og verksins, í andstöðu við formalíska einingu ópersónulegs módernisma. I meðförum ráð- andi fræðimanna reyndist módernisminn vera orðinn stallur hins upphafna heildstæða og einangraða verks sem virðist geta lifað án merkingarstuðnings frá umheiminum. Ef við lítum til bókmenntanna, þá byggist þetta viðhorf alls ekki alltaf á túlkun einstakra skáldverka, heldur hefur orðið til sögulegt skýringa- samband á milli módernisma og aðferðafræði nýrýninnar („New Criticism") sem breiddist út í Bandaríkjunum á 4. og 5. áratugnum og síðar víðar um lönd. Samkvæmt nýrýnendum er skáldverkið sjálfstæð merkingarbær eining sem túlka ber útfrá innri skáldskaparlögmálum en ekki ytra samhengi eða sögulegu 431
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.