Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 9
Adrepur Ekki er ljóst hvað þær gera en af samhenginu má ráða að tilvera goðanna fer úr sínum föstu skorðum og í ráðleysi fara þau að skapa dverga og síðan menn. Þursameyjarnar og Gullveig og Heiður sem síðar koma til sögu eru kvenkyns vættir; þursameyjarnar eins konar örlaganornir í goðheimum á sama hátt og Urður, Verðandi og Skuld ráða örlögum manna. Gullveig og Heiður eru verkfæri þeirra hvor í sínum heimi. Hlutverk þessara kvenvætta er allt annað en hlutverk kvenna í kvæðinu. Gullveig og Heiður eru sendar utan að, úr heimi jötna og hrímþursa, úr óreiðunni inn í þá reglu sem ríkir í Asgarði og Miðgarði. Það má því líta svo á að með því að senda þessar verur til goða og manna stígi óvinirnir sitt fyrsta skref í þá átt að tortíma reglunni sem verið er að koma á innan við borgveggina. Hinar eiginlegu konur kvæðisins, Frigg og Sigyn, eru í hlutverki móður og eiginkonu, fulltrúar skilyrðislausrar ástar og fyrirgefningar andspænis illind- um og hefnigirni karlanna. (99-100) Misskilningur EMJ á þessu atriði virðist sprottinn af því að hann áttar sig ekki á að útgefandi gerir greinarmun á jötnum og þursum annars vegar og svo goð- um og mönnum hins vegar. En EMJ er svo mikið í mun að koma höggi á út- gefanda og í leiðinni að grínast ögn með kvennaumræðu í bókmenntum að honum sést yfir þau sjónarmið sem sett eru fram. I staðinn kýs hann að klína sínum eigin heimatilbúnu skoðunum á útgefanda og sýna síðan fram á hversu heimskulegar þær eru í von um að hafa betur í kappræðu. Ritdómur EMJ einkennist af gífuryrðum, vanþekkingu og fordómum sem er oft skemmtilegt að lesa í blaðahugvekjum en fara illa í fræðilegri umræðu. Það er mjög slæmt að hann skuli hafa viðrað skoðanir sínar á þennan hátt. Hitt er verra að málsmeðferð EMJ er hluti af miklu stærra vandamáli sem er einangr- unarstefna margra íslenskra fræðimanna í íslenskum fornfræðum. Sú stefna ein- kennist af því að halda dauðahaldi í þau grundvallarrit sem Sigurður Nordal, Jón Helgason og Einar Olafur Sveinsson sendu frá sér á sínum tíma og láta eins og ekkert markvert hafi komið fram í fræðunum síðan Einar Olafur gaf út Is- lenzkar bókmenntir í fornöld árið 1962. Rannsóknir á þessum grunni gerast djarfastar þegar mönnum dettur í hug að ef til vill megi nú færa til dagsetningar hinna fyrri stór-fræðimanna á einstökum kvæðum. Og þegar þessar rannsóknir berast út fyrir landsteinana á alþjóðlegar ráðstefnur eins og þá sem haldin var í Spoleto á Italíu í september sl. og EMJ hefur skrifað um í Þjóðviljann þá verða aðrir fræðimenn undrandi á þeirri kyrrstöðu sem virðist ríkja meðal íslenskra forgöngumanna fræðanna og benda þeim á að það sé óviðunandi að bjóða upp á svona nátttröllaumræðu sem tekur ekkert tillit til nýrra rannsóknarviðhorfa frá undanförnum áratugum. Það er rangt að ímynda sér að minningu mikils fræðaskörungs á borð við Sigurð Nordal sé best á loft haldið með því að taka allt sem hann sagði um ís- lenskar bókmenntir sem hinn endanlega sannleik sem ekki megi víkja frá. Eðli fræðistarfa hans ætti einmitt að koma í veg fyrir slík varðveisluviðhorf. Sjálfur 399
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.