Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 101
Tvar sögur
ir voru glaðir og ánægðir, hlógu og hámuðu í sig. Og hann vissi að
þetta voru endalokin. Hann var búinn að borða jafn mikið og á allri
sinni ævi. Samt herti hann upp hugann og rétti fram diskinn í þriðja
sinn: það var svínabógur með linsubaunum. Frammi hjá þjónustu-
liðinu og verkafólkinu var maturinn ekki borinn á borð í venjulegri
röð eins og í innri stofunni, þar sem brúðkaupsstjórinn stjórnaði
borðhaldinu í bundnu máli. Þar var það étið sem hendi var næst.
Sumir átu af þessu, aðrir af hinu, og Litli-Jón af öllu.
Þannig liðu tvær stundir án þess að gert væri hið minnsta hlé á
veisluhöldunum.
Þá loksins komu kálbögglarnir.
- Fimmtíu, sagði Litli-Jón við sjálfan sig og sá allt í móðu.
Þykkar kjötsneiðar fylgdu kjötbollunum og kálinu sem ábót.
Litli-Jón borðaði þrjá risastóra skammta, en þegar hann ætlaði að
renna niður enn einum kjötbita, hálf hráum og ólseigum, spratt
hann skyndilega upp skelfingu lostinn. Sjáöldrin þöndust út, augun
ætluðu næstum að hlaupa út úr augntóftunum og æðarnar á hálsi
hans urðu sverar sem tógir.
Hann neytti síðustu meðvitundar til þess að hraða sér út úr húsi.
Við mórberjatréð fékk hann lausn þjáninga sinna. Bitinn sem
hafði staðið í honum og næstum kæft hann rann aftur upp úr hon-
um.
Augun fylltust tárum og varirnar herptust saman, - svo fast að
ekki hefði mátt renna fleyg þar á milli.
I ölvun þjáningarinnar hvæsti hann inni í sér:
- Drepstu, hundur.
Hann kyngdi aftur kjötinu.
En nú var það með öllu vonlaust. Allt stóð fast í hálsinum og
engu varð þokað, hvorki upp né niður.
Maðurinn fórnaði höndum; horaður og langur líkami hans snerist
og féll á bak aftur.
Hann engdist sundur og saman í hljóðum krampakippum þar til
þeir loksins fjöruðu út.
Enginn tók eftir því að hann var farinn, né heldur að hann hafði
verið í veislunni, hvað þá heldur að hann hefði nokkru sinni verið
til.
Gunnsteinn Ólafsson þýddi úr ungversku
491