Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 68
I Tímarit Máls og menningar gæða tungumálið nýjum þrótti, því að þau álitu að raunsæisbókmenntir 7. áratugarins hefðu teygt skáldskaparmálið svo langt í átt að daglega málinu að það var hætt að vera skáldskaparmál og orðið hversdagsmál. Eða eins og Soren Ulrik Thomsen segir í ljóði sem oft er vitnað í í Danmörku: ekki hella raunveruleikanum á ljóð ekki hella ljóðum á raunveruleikann skrifaðu bara ljóð raunveruleg Ijóð I augum fyrri kynslóða var hér um að ræða nýja kynslóð sem taldi það ekki sjálfsagt að allt væri pólitískt, en settist að í fílabeinsturnum til að skoða eigin nafla. Rithöfundar og gagnrýnendur eins og Klaus Rifbjerg, Inge Eriksen og Erik Thygesen voru mjög harðorðir í garð þessara svikara og sökuðu ungu skáldin um að vera íhaldssöm, þröngsýn, tilgerðarleg, hægrirómantísk, sjálfsmorðsgælin, súper-svöl og svo framvegis. Þessari deilu er enn ekki lokið og hún heldur áfram í blöðum og tímaritum, en þess skal getið að ungu skáldin hafa þróast í mjög mismunandi áttir, og sætta sig varla við að verða spyrt saman á þennan hátt í dag, þrátt fyrir að mörg þeirra notuðu „við“ en ekki ég sem frumlag í fyrstu ljóðum sínum. Ef einhver hefur áhuga á þessari deilu er auðveldast að renna í gegnum nokkra árganga tímaritanna FREDAG og Den blá port. Soren Ulrik Thomsen, sem að mínu mati er fremsti fulltrúi þessarar kyn- slóðar, er einnig í ritstjórn Den blá port, og mig langar til að birta annað ljóð eftir hann sem dæmi um hvernig þessir nýju módernistar yrkja um stórborgarstemmningar og skynjun þeirra á tómleika. Ljóðið heitir Yfir- gefið hverfi: I bláum rústum hins yfirgefna hverfis reika ég sunnudagssíðdegi um haust strætisvagnarnir snúa kviðnum upp í loft ryðgaðir og fullir af fúlu regnvatni úr bakgörðum og dimmum eldhúsgluggum snúa gamlar kærustur andlitum að mér, rétta út hendurnar út í blámann Þetta ljóð og ljóðið sem ég gat um áðan eftir Soren Ulrik Thomsen þýddi Pétur Gunnarsson fyrir nokkrum árum. Eg fæ ekki annað séð en að það komi aldrei til verulegra átaka milli þess- ara kynslóða. Ef þið getið ímyndað ykkur tvær herdeildir sem eru sískjót- 458
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.