Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 50
Tímarit Máls og menningar upp og þræðirnir látnir taka þátt í nýsköpun tungumáls og skynjunar. Eco seg- ir að svar póstmódernismans felist í að gangast við fortíðinni og sækja hana heim, ekki til að líta hana saklausum augum heldur írónísku augnaráði nútíma- manns (því Eco vill væntanlega gera greinarmun á slíkum verkum og hefð- bundnum sögulegum skáldsögum).30 Samkvæmt þessum skilningi er póstmódernismi ófeiminn við að viðurkenna tök hefða á okkur og leita sér söguefnis í liðinni tíð, en írónísk afstaða hans leiðir jafnframt af sér endurvinnslu sögunnar. A bakvið íróníu býr ætíð sögu- þekking og menningarminni. Þeim sem er írónískur ber að vera svo nákunn- ugur hefðbundinni athöfn að hann sé fær um að skopstæla hana. Þannig getur hann líka séð sjálfan sig úr sögulegum „fjarska" og komið af stað samtali milli nútímastöðu sinnar og sögusviðs í fortíðinni. Sumir hafa þannig séð í póstmód- ernismanum vott um nýja söguhyggju þar sem skáldskap er beitt ásamt sögu- legum rannsóknum til að endurskapa á frjóan hátt mikilsverða þætti fortíðar og sýna hvaða erindi þeir eiga við nútíð. Hér má enn nefna Ástkonu franska laut- inantsins og Nafn rósarinnar sem dæmi, eða Grámosinn glóird' Mér sýnist um- ræðan um póstmódernismann upp á síðkastið iðulega snúast um eðli fortíðar- vinnslunnar. Írónía eða skopstæling eru ekki einhliða fyrirbæri. Irónía getur skapað rými fyrir gagnrýni, en hana má líka nota til að losna undan ábyrgð, hún getur orðið sjálfumglöð upphafning gagnvart fortíð án þess að séð verði hvar innistæða er fyrir slíku í nútíð. Fortíðin er leikin aftur með brosi á vör. En í þeim leik getur fjarvídd íróníunnar snúist yfir í andhverfu sína: nostalgíuna. Nostalgía eða fortíðarþrá er undarleg blanda af tregafullri hugsun um æsku eða týndan tíma (sem við höfum lifað) og löngun eftir framandi heimi, exó- tískri reynslu (sem er kannski það sem barnið í okkur kallar á andspænis hvers- dagslífi). Nostalgía er merkilegt afl í mannlegri náttúru, afl sem nota má til að skapa mögnuð skáldverk, eins og Marcel Proust sýnir í stórverki sínu í leit að týndum tíma. Nostalgía er áberandi einkenni á samtímamenningu okkar og þar held ég hún geti líka verið til marks um blint afturhvarf, fölsk heimkynni. Tískuheimurinn bragar allur í nostalgíu, sömuleiðis kvikmyndaiðnaðurinn: kannski kemur það hvergi betur fram en í ævintýramyndum einsog Raiders of the Lost Ark (titillinn segir sitt) sem er ekki síst beint að fullorðnum og gefur þeim kost á endurlifa sögubækur frá því í æsku. Þetta er m.a. gert með því að hafa sögusviðið nokkurra áratuga gamalt, í rauninni er það nostalgískt skraut utan um atburðarás - þetta er fyrst og fremst nostalgía yfirborðsins. Hér vakna einnig spurningar um allar þær „tilvitnanir" í gamlar hefðir sem mörgum finnst einkenna póstmódernisma í myndlist og byggingarlist. Þetta eru iðulega gáska- fullar og írónískar vísanir, sögulegur leikur, en hvar eru mörkin, hvenær verður þetta að (smekklausri) skreytilist? Nostalgía getur falist í að (endur)skapa eða vísa á heim sem bjó yfir viðráð- anlegri merkingu eða skapaði rúm fyrir heildstæða sjálfsveru og sjálfsvitund. 440
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.