Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 123
meira af því að tengja efnið íslandssögu, til dæmis með því að geta þess víðar en gert er í töflum yfir tímaröð atburða hvað var að gerast hér á landi um svipað leyti og ýmis stórtíðindi heimssögunn- ar. Auðvitað hefði einnig verið skemmtilegt að lesa eitthvað um vís- indaiðkanir Islendinga á fyrri öldum. Hér var stunduð stjörnufræði á miðöld- um eftir því sem ég best veit, en mér skilst að margt sé á huldu um vísindaiðkanir hérlendis á kaþólskum tíma og vart við því að búast að hulunni sé svipt af þeim í riti sem þessu. 2. Vibaukar, og skrár - frásagnarmáti höfundar Heimsmynd á hverfanda hveli er alls 742 blaðsíður, þar af eru viðaukar rúm- lega 50 blaðsíður og aftanmálsgreinar, fræðiorða- heimilda- og atriðaskrár rúmlega 100 blaðsíður. Rúmur fimmt- ungur ritsins er því aftanmál af ýmsu tagi. Mun ég nú reyna að gera svolitla grein fyrir því áður en ég sný mér að meginmálinu. Viðaukarnir eru alls ellefu. Flestir þeirra fjalla um fræðileg efni sem hætt er við að ýmsir hnytu um væru þeim gerð skil í meginmáli. Þessi fræðilegu efni eru einkum tæknileg atriði í stjörnufræði. Þannig fjallar sá fyrsti um misjafna lengd árstíðanna, tímalengd milli sól- og tunglmyrkva og pólveltu jarðar, sá þriðji, fjórði og fimmti fjalla um tæknileg atriði í forngrískri stjörnu- fræði, sá sjöundi um mælingar á ljósviki og hliðrun fastastjarna, sá áttundi um keilusnið, sá níundi um hversu vel (eða illa) hegðun himintunglanna kemur heim við þá hugmynd að þau hreyfist í hringi fremur en eftir sporbaugum og sá ellefti um helstu atriðin í aflfræði Umsagnir um bakur Newtons. Viðaukar númer tvö, sex og tíu fjalia svo um söguleg efni. Sá annar gerir grein fyrir helstu frumheimildum um fræðiiðkanir Forngrikkja, sá sjötti er Biblíutilvitnanir sem varða heims- myndina og sá tíundi er nokkur skjöl í máli kirkjunnar gegn Galíleó. Að mínu viti auka þessir viðaukar mjög gildi ritsins. Meginmálið er við allra hæfi, en þeir sem vilja kafa dýpra í einstök atriði geta haft af þeim mikið gagn. Ekki er síður fengur að öðru aft- anmáli. Má þar fyrst nefna heimilda- skrárnar sem eru afar vandaðar. Þar er bæði getið allra ívitnaðra rita og ýmissa annarra rita sem varða efnið, meðal annars flests þess helsta sem komið hef- ur út á íslensku og tengist þessari sögu. Þykir mér gott að vita af þessum bóka- lista. I hvoru bindi kemur fræðiorða- safn á eftir heimildaskrá. Þessi orðasöfn tíunda helstu stjörnufræðihugtök sem notuð eru í textanum. Orðin eru skýrð á svipaðan hátt og tíðkast í alfræðiritum og samsvarandi ensk orð höfð innan sviga. Næst koma svo skrár yfir myndir og töflur og hvoru bindi lýkur með nafna og atriðaskrá. Allar þessar skrár eru til fyrirmyndar. Þó má setja út á það hvernig þeim er skipt í tvo staði. Til dæmis er sér heimildaskrá fyrir hvort bindi og þeim ritum sem tíunduð eru í því fyrra er sleppt úr heimildaskrá þess síðara þó vitnað sé til sumra í báðum bindum. Fræðiorðasafn er og í hvoru bindi, en öll orð sem skýrð eru í því fyrra eru skýrð aftur í því síðara. Svip- aða sögu er að segja um nafna og atrið- isorðaskrána, sú sem er í seinna bindinu tekur yfir þau bæði. Fræðiorðasafnið og nafna og atriðsorðaskráin í fyrra bindi mættu því sem best hverfa þaðan, þessar skrár eru líka gallaðar að því leyti að í stafrófsröðinni er ekki gerður greinar- 513
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.