Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 118
Tímarit Máls og menningar flótta undan „skandínavískum töskum og táfýlusokkum" en kaldhæðni örlag- anna veldur því að flóttatækið er af skandinaviskum uppruna, rauður saab- bíll, og er tegundin varla nein tilviljun og mætti skilja sem svo að flóttinn sé illa grundaður; Eilífur skilur ekki for- tíðina svo auðveldlega við sig og hún fylgir honum eftir. Síðar í sögunni fylgjumst við með Ei- lífi þar sem hann er á nýjum flótta - en nú flýr hann atburði síns eigin verks, þar sem hann hefur sjálfur komið við sögu, og stefnir austur í lognfjörðinn sinn að nýju, í kauptúnið þar sem engin tíðindi verða og reglan og öryggið eiga heima - og engar sögur. Er hann kemur austur, suðurleiðina, hefur hann farið „hringinn“ sem virðist um leið tákna vítahringinn sem hann kemst ekki úr fremur en ýmsar aðrar persónur sög- unnar. Nafnið Eilífur má auðvitað í fram- haldi af þessu skilja táknrænum skiln- ingi og líta svo á að hlutverk hans sé að undirstrika eilífa togstreitu milli þess annars vegar að halla sér að reglu og ör- yggi og hins vegar löngunarinnar til að brjóta upp líf sitt og gæða það sterkum litum og ævintýrum og hafna um leið tíðindaleysinu sem örygginu fylgir. Sjálft ferðalag Eilífs, sem einkennist af hinum mestu erfiðleikum og óhöpp- um sem ná hámarki er hann ekur á eina sögupersónu sína og drepur, má túlka sem baráttu hans við sköpun sögunnar cnda er látið að því liggja með því að klettabeltið á fjallsbrúninni fyrir ofan fjörðinn fyrir austan heitir Stafir. Sagan byrjar einmitt að verða til er Eilífur hef- ur lagt Stafina að baki. Sögunni lýkur síðan þegar Eilífur kemur niður úr Stöf- unum að ferðalaginu loknu: „Hann er kominn niður úr Stöfunum ... - kom- inn út úr sögunni og ótrúlegt að hún fyndi hann nokkurn tíma á þessum stað.“ (195) Sagan, sem þyrlast upp í höfði Eilífs er húfa tollarans veitir ekki aðhald leng- ur, fjallar mestanpart um vanda karla, karla sem með ýmsum hætti standa á krossgötum. Þeir eiga það sameiginlegt að þurfa að finna lífi sínu nýjan farveg, fylla tómið sem þeim finnst líf þeirra einkennast af, það tóm sem draumarnir, sem brunnu til ösku, skildu eftir sig. Ei- lífur segir okkur þannig sögu af körlum sem líkjast honum sjálfum, körlum sem lifa lífi sem engan veginn veitir full- nægju. Helsti fulltrúi þessara karla í sögunni er Karl, síblankur drykkfelldur fram- haldsskólakennari sem á það sammerkt með Eilífi að hafa stungið draumi sínum undir stól, þeim draumi að láta að sér kveða í bókmenntum. Hann er því ósáttur við líf sitt og finnur sér þá einu flóttaleið að detta í það endrum og sinnum og halda framhjá en uppsker náttúrlega ekkert annað en timburmenn og nagandi samviskubit. „Stundum velti hann því fyrir sér hvers vegna hún yrði svona óstöðvandi þessi löngun í brenni- vín og kvenfólk, ölvun og ástir.“ (11) Skýringuna hefur Karl fundið og lítur síst af öllu í eigin barm: „Er það ekki kostulegt . . . hvernig maður getur ár eftir ár látið ganga yfir sig, stjórna sér og skipa út og austur og neita sér um allt sem mann langar til að gera?“ (46) Draumurinn um að „standa sig“, verða maður með mönnum og láta að sér kveða er geymdur en ekki gleymdur og minnir sífellt á sig og gerir lífið ömur- legt. Sér til framdráttar bendir Karl á það að þótt hann drekki ber hann ekki konu sína eða dóttur og svo heldur hann góðum aga í bekkjunum sínum í 508
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.