Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 117
Hverjar voru tilfinningar Jakobs í garð Boggu? Og þegir Bogga vísvitandi um hvað skeði raunverulega á milli hennar og Sigurrósar? Hér fær lesandinn að hugsa sitt; taka þannig þátt í sköpunar- verkinu; vera virkur. Alfrún gerir kröfur til lesandans, heimtar athygli hans óskipta, hjálpar honum áleiðis með endurteknum stef- um og hálfkveðnum vísum sem lofa meiru síðar. Þetta gerir lesturinn venju fremur heillandi og spennandi viðfangs- efni. Aðeins eitt að lokum: þessa bók verður að lesa a.m.k. tvisvar. Hún er vel þess virði. Soffía Auður Birgisdóttir EILÍFUR KARL Kristján Jóhann Jónsson: Undir húfu tollarans. Iðunn, Reykjavík 1987. Þau eiga vel við einkunnaroðin úr Jobs- bók sem höfundur velur sem vegvísi inn í bók sína, Undir húfu tollarans: „Mað- urinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og mettast órósemi; hann rennur upp og fölnar, eins og blóm, flýr burt eins og skuggi og hefir ekkert viðnám.“ Sag- an fjallar nefnilega um menn sem mett- ast órósemi er líf þeirra tekur að föina - og um sífelldan flótta sem þeir halda sjálfir að sé leit að fótfestu - og um ekk- ert viðnám. Sagan hefst með allkostulegum hætti: „Þá fleygði Ingibjörg sósukönnunni. Líklega hefur hún snúist einhvern veg- inn í loftinu vegna þess að Eilífur sá hvort tveggja í senn að Ingibjörg, sem hafði ætlað að stinga sósukönnunni Umsagnir um btekur undir kranann og skola úr henni sós- una, snerist í skyndilegan hálfhring við vaskinn, ekki ósvipað kringlukastara sem verið hafði í sjónvarpinu kvöldið áður, og svo kom sósukannan og dró á eftir sér brúna rák á fluginu og Eilífur náði ekki að hugsa neina aðra hugsun en þá að líklega hefði kannan snúst ein- hvern veginn þannig, eftir að hún hóf sig til flugs úr hendi Ingibjargar, að nú mundi hún leggja jafna, brúna sósurák frá vaskinum, eftir nýsettri klæðning- unni í loftinu og yfir að dyrastafnum sem nefndur Eilífur hallaði sér uppað.“ (7) Höfuðið, sem sósukönnunni um- ræddu er ætlað að hæfa, verður að telj- ast þungamiðja þessarar skáldsögu enda er Eilífur þessi annar sögumaður henn- ar. Það kemur fram að Eilífur hefur í sjö löng ár bælt niður löngun sína til að semja sögur en þess í stað flust í kaup- tún eitt austur á fjörðum og komið reglu á líf sitt undir embættistákni, toll- arahúfu, sem veitir honum um leið völd til að koma reglu á líf annarra. En húfan þrengir nú að og innibyrgðar sögurnar leita útrásar. Líf tollarans stefnir því í upphafi sögunnar burt frá reglufestu, tilbreytingaleysi og lognmollu - og þar með örygginu. Hann yfirgefur kaup- túnið, konu og börn og ekur sem leið liggur til Reykjavíkur, norðurleiðina. I höfði hans, frjálsu undan oki húfunnar, brýst sagan fram. Eilífur hefur það að yfirvarpi er hann leggur leið sína til Reykjavíkur að hann ætli að sækja fermingarveislu systur- dóttur sinnar Guðrúnar. I rauninni hef- ur hann annað í huga. Hann hyggst sækja inn í líf sitt einhverja spennu sem lognið í firðinum fyrir austan getur ekki veitt honum. Hann telur sig vera á * TMM VIII 507
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.