Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 51
Atli Magnússon Aprílengill Nú hækkaði þetta dimma vélarhljóð, ískrið í járni og marrið frá grjóti sem molnaði og titrandi skuggi skreið upp á moldarbakkann utan við íbúð 22. Hljóðið dvínaði og varð að suði. Kastlukt með gulu ljósi varpaði geisla sínum inn um gluggann og framan í hann svo hann glaðvaknaði — eða hafði hann ekki sofið, bara fallið í mók? Glasið með bleyttu sveskjunum féll af stólarminum þegar hann gaufaði með hendinni móti kaldri, streymandi birtu þessa gula auga og hálfblindaður grillti hann í dökkan flekk á gólfinu, sem stækkaði óðfluga... Suðið hækkaði og varð aftur að gný, ljóskeilan flaug burt. Gráum stálglampa sló á glerið og þar með varð allt dimmt aftur, aðeins rofaði í gulan bjarma úti sem tekinn var að fjarlægjast og brátt varð að mökkva þar sem ísnálar kviknuðu og slokknuðu eins og maurildi. Hann laut niður, fann glasið og stakk upp í sig tveim sveskjum, sem urðu fyrir leitandi hendi hans í hálum vökvanum á gólfinu. Augun voru aftur orðin vön myrkrinu og hann stóð upp og sá móta vofulega fyrir mynd sinni í speglinum á veggnum. Hann fetaði sig fram í eldhúsið, lagði glasið frá sér og þreifaði eftir fleiri sveskjum í skálinni við vaskinn. Höndin leitaði hring eftir hring í þykkum, volgum leginum, en sveskj- umar voru þar ekki. Þetta var undarlegt, skálin hafði verið næstum hálf. Hvað hafði gerst? Því sló sem leiftri niður í hug honum að hann hefði fengið heilablæðingu, eins og hún Hanna á 28. Svona atvik höfðu oft komið fyrir hana. í morgun hafði hann fylgst með því um rifu á gættinni þegar þær óku líkinu fram. Hún var orðin að næstum ekki neinu og var þó aðeins fertug. Honum kólnaði undarlega við tilhugsunina og dró djúpt andann. Kjálkamir urðu máttvana og sveskjurnar velktust í þurmm TMM 1992:2 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.