Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 63
Guðbergur Bergsson Að eiga málverk í stofu Farið kringum verk eftir Daða Guðbjörnsson Flestir menn gæddir sjón hafa einhvem tím- ann séð mynd. Þeir eiga jafnvel málverk í stofunni heima hjá sér. Og kannski hafa þeir horft á það stöku sinnum. Oftast er samt að þótt maður eigi málverk í stofunni flökta þau fyrir sjóninni eða verða bara fyrir aug- unum, án þess að maður sjái eða skoði þau rækilega. Mynd eða málverk geta verið eitt- hvað sem hefur hrifið mann kannski í and- artak svo maður vildi endilega eiga þau. Síðan rennur áhuginn af manni eins og víma. Eftir það fylla þau aðeins brot af vegg sem hefur verið auður, en þau vekja í huga eigandans hvorki hugsun né heilabrot. Við erum ekki ein af jDessum. Við höfum ekki ennþá eignast málverk, en höfum full- an huga á því. Ein ástæðan fyrir því að við höfum ekki komið í verk að kaupa mynd af listamanni er kannski sú, að hún amma hefur búið lengi hjá okkur og einmitt í stofunni. Húsakynnin eru ekki stór, samt væri pláss fyrir mynd, en hingað til hafa stofuveggimir farið undir fjölskyldumynd- imar hennar. í raun og vem emm við svolítið þreytt á myndum, ekki kannski á málverkum eða svo nefndri æðri myndlist, því við höfum ekki haft mikil kynni af slíku, bara ljós- myndum, og þá helst ljósmyndunum henn- ar ömmu. Hún hefur fyllt með þeim her- bergið sem við ætluðum að hafa fyrir stáss- stofu. Ókunnugir, en ekki við, höfðu gaman af ljósmyndunum hennar uppi um veggi, og öll borð voru hlaðin af þeim. Gaman gest- anna stafaði af því að amma sýndi þær alltaf í sömu röð: hún byrjar á veggnum til vinstri, fór síðan með vísifingur upp um veggi og niður á borðin til skiptis, í réttri ættarröð, og endaði á veggnum til hægri hjá dyrunum. Til allra heilla héngu engar myndir á hurð- unum af ættingjunum sem höfðu opnað sér leið til allra átta í samfélaginu. Að fara yfir fjölskylduna á ljósmyndum er ágætt einu sinni, en þegar næsti gestur kom, eða sá sami aftur, fór hún með hann nákvæmlega sömu leið með miklum og afar nákvæmum lýsingum á hjónaböndum, brúðkaupum og fæðingum; hún fór síðan öfuga leið eftir röðun og efni myndanna og lýsti hjóna- böndum og bameignum og brúðkaupum. Þetta gæti gert hvern mann vitlausan, en ekki okkur. Við vomm að vísu orðin dálítið þreytt, en höfum ekki fagnað dauða gömlu konunnar, við emm bara ánægð með að hafa fengið autt herbergi sem við ætlum að gera að stássstofu, dálítið í gamla stílnum, og kaupa í hana málverk eða mynd sem við TMM 1992:2 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.