Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 63
Guðbergur Bergsson
Að eiga málverk í stofu
Farið kringum
verk eftir Daða Guðbjörnsson
Flestir menn gæddir sjón hafa einhvem tím-
ann séð mynd. Þeir eiga jafnvel málverk í
stofunni heima hjá sér. Og kannski hafa þeir
horft á það stöku sinnum. Oftast er samt að
þótt maður eigi málverk í stofunni flökta
þau fyrir sjóninni eða verða bara fyrir aug-
unum, án þess að maður sjái eða skoði þau
rækilega. Mynd eða málverk geta verið eitt-
hvað sem hefur hrifið mann kannski í and-
artak svo maður vildi endilega eiga þau.
Síðan rennur áhuginn af manni eins og
víma. Eftir það fylla þau aðeins brot af vegg
sem hefur verið auður, en þau vekja í huga
eigandans hvorki hugsun né heilabrot.
Við erum ekki ein af jDessum. Við höfum
ekki ennþá eignast málverk, en höfum full-
an huga á því. Ein ástæðan fyrir því að við
höfum ekki komið í verk að kaupa mynd af
listamanni er kannski sú, að hún amma
hefur búið lengi hjá okkur og einmitt í
stofunni. Húsakynnin eru ekki stór, samt
væri pláss fyrir mynd, en hingað til hafa
stofuveggimir farið undir fjölskyldumynd-
imar hennar.
í raun og vem emm við svolítið þreytt á
myndum, ekki kannski á málverkum eða
svo nefndri æðri myndlist, því við höfum
ekki haft mikil kynni af slíku, bara ljós-
myndum, og þá helst ljósmyndunum henn-
ar ömmu. Hún hefur fyllt með þeim her-
bergið sem við ætluðum að hafa fyrir stáss-
stofu.
Ókunnugir, en ekki við, höfðu gaman af
ljósmyndunum hennar uppi um veggi, og
öll borð voru hlaðin af þeim. Gaman gest-
anna stafaði af því að amma sýndi þær alltaf
í sömu röð: hún byrjar á veggnum til vinstri,
fór síðan með vísifingur upp um veggi og
niður á borðin til skiptis, í réttri ættarröð, og
endaði á veggnum til hægri hjá dyrunum.
Til allra heilla héngu engar myndir á hurð-
unum af ættingjunum sem höfðu opnað sér
leið til allra átta í samfélaginu. Að fara yfir
fjölskylduna á ljósmyndum er ágætt einu
sinni, en þegar næsti gestur kom, eða sá
sami aftur, fór hún með hann nákvæmlega
sömu leið með miklum og afar nákvæmum
lýsingum á hjónaböndum, brúðkaupum og
fæðingum; hún fór síðan öfuga leið eftir
röðun og efni myndanna og lýsti hjóna-
böndum og bameignum og brúðkaupum.
Þetta gæti gert hvern mann vitlausan, en
ekki okkur. Við vomm að vísu orðin dálítið
þreytt, en höfum ekki fagnað dauða gömlu
konunnar, við emm bara ánægð með að
hafa fengið autt herbergi sem við ætlum að
gera að stássstofu, dálítið í gamla stílnum,
og kaupa í hana málverk eða mynd sem við
TMM 1992:2
61