Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 86
trúir því sem stíllinn segir honum. Ágætt dæmi er að fínna í íslenska draumnum: Hún var fínleg og smábeinótt og mér fannst eins og hún væri alltaf að tylla sér á tá í veröldinni til þess að sjá hana betur. Hún var aldrei á svipinn eins og hún hefði séð þetta allt áður og þekkti þetta allt — hún var mjög ung. (33) Og: Hún var sjálfstæð í hugsun og alin upp við öryggi og var þess vegna ekki alveg örugg með sjálfa sig. (21) Þetta er ákaflega næm og athugul lýsing á ungri stúlku og nægir til að persónan komi lesandanum við. Honum verður annt um hana, eins og aðrar persónur verksins sem kynntar eru með svipuðum hætti. En um miðbik verks er eins og Guðmund- ur Andri missi tökin á stúlkunni í lífi Kjart- ans og Hrafns, þeirri stúlku sem hann hefur þó lýst svo eftirminnilega í orðunum sem vitnað er til hér að ofan. Hann gefur hana frá sér og hún líkt og hverfur lesandanum, verður gáta sem hann fær ekki ráðið. I persónu hennar lágu möguleikar en þeir voru ekki nýttir á fullnægjandi hátt. Fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra, Mín káta angist, var notalegt en fremur yfir- borðskennt og metnaðarlítið tilbrigði við þroskasöguna velþekktu um piltinn sem kemur til borgarinnar og kynnist stúlku til þess eins að glata henni og verða nokkurs vísari um lífið og tilveruna. Hún var ágæt stílæfing, en ekki mikið meira. íslenski draumurinn er metnaðarríkt og alvöru- þrungnara verk um íslenskan hversdags- veruleika, drauma og blekkingar. Þar er sögð saga ofurvenjulegs fólks sem trúir á sérstöðu tilveru sinnar og mátt sinn til að skapa eigið líf. Það sér fyrir sér aðra framtíð en þá sem verður og lifir að sjá drauma sína verða að engu. Rödd hins áminnandi þjóðfélagsrýnanda hefur á undanförnum árum ekki hlotið hljómgrunn í verkum ungra skálda. I Is- lenska draumnum má heyra óma hennar en höfundur hefði mátt ganga lengra í gagn- rýni sinni og íhugun. I verkinu býrþó heið- arleg tilraun ungs höfundar til að takast á við eðli og vanda samtíma síns og arf- leifðar. í þessari stílfærðu, þjóðfélagslegu sögu hefur Guðmundur Andri rýnt í þjóðareðlið, áminnt samtíð sína og skilgreint íslenska drauminn á eftirfarandi hátt: Þú skalt takast það á hendur í lífinu sem hæfileikar þínir standa síst til, en afrækja hitt sem þú getur hvort sem er; því að þá hefði getað orðið svo mikið úrþér. (133) í verkinu er einnig að finna athugula skil- greiningu á því hvað það er að vera íslend- ingur: (...) það að vera Islendingur er að halda lífi í minningunni um vesöld og kulda og hungur, í lágu koti, í banvænni náttúru. (92) Það er í slíkum köflum, þegar textinn er fylltur alvöru og íhygli, sem verkið öðlast dýpt. Það er hin djúpa alvara sem skapar bestu kafla sögunnar. Henni hefði mátt búa sterkari völd. Það er of oft, og að ástæðu- lausu, reynt að láta léttvæga fyndni draga úr þunga verksins, og um leið er beinlínis unnið á móti áhrifamætti þeirrar sögu sem verið er að segja. Eftir stendur að íslenski draumurinn er einlæg bók, skrifuð af stíl- J 84 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.