Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 103
kenna. 2. Karlmenn í forystu samtaka launa- fólks hafa allir kappkostað að leika verkakonur sem verst (sjá t.d. bls. 38). 3. Alþýðuflokkurinn hefur reynst verkafólki fram úr hófi illa sbr. það er segir í niðurstöðum: „. . . forystumenn fyrir Alþýðusambandi og Alþýðuflokki urðu stjórn- málamenn að atvinnu og stjórnarseta í Alþýðu- sambandi Islands tryggði þeim sæti á öxlum alls erfiðisfólks í landinu. Ofeldið launaði Alþýðu- flokkurinn á svipaðan hátt og kusa er háttur“ (367). Á hinn bóginn hafa kommúnistar að dómi höfundar allir verið hinir bestu menn. Hlutdrægni sú sem í þessum (ósögðu) forsend- um felst setur ákaflega leiðinlegan svip á ritið og leiðir til þess að höfundur er óspar á að draga ályktanir sem eiga sér enga stoð í þeim texta sem á undan hefur farið. Þáttur Iðju Lakasti þáttur bókarinnar er þó sá að höfundur fer víða rangt með staðreyndir. Ég athugaði sérstaklega þann kafla er fjallar um Iðju í Reykjavík þar eð ég er því félagi kunnugastur. í upphafi kaflans segir Þórunn að aðalheimild sín sé fyrsta fundargerðarbók félagsins. Hún vitnar aðeins til tveggja annarra heimilda og verður því ekki hjá því komist að telja aðrar fullyrðingar en þær sem á þeim hvíla, byggðar á fundargerðarbókinni umræddu. Um Iðju fjall- ar Þórunn á 12 síðum og má við þann kafla gera fjölda athugasemda: 1. Ekki er þess getið í fundargerðum félagsins að tvær þær fyrstu hafi verið lesnar upp á fund- um athugasemdalaust eins og Þórunn fullyrðir. 2. Setningin um boðun stofnfundar er rugl- ingslega orðuð og rangt er að „þau þrjú sem kosin vom í stjórn félagsins" hafi verið meðal fundarboðenda. 3. Ekki verður séð af fundargerð stofnfundar hvort lög félagsins voru samþykkt óbreytt eins og Þórunn segir. 4. Frásögn Þórunnar verður illa skilin öðru- vísi en að innganga í ASI hafi verið samþykkt á síðari stofnfundi. Skv. fundargerðum var þetta hins vegar gert á fyrri stofnfundinum. 5. I upptalningu Þórunnar á hvar fyrst voru kosnir trúnaðarmenn vantar sælgætisgerðina Freyju. 6. í kauptaxtanefnd þeirri sem kjörin var 28. des. 1934 voru samkvæmt fundargerð 4 fulltrú- ar en ekki fimm eins og Þórunn heldur fram. 7. Þórunn fullyrðir að á aðalfundi 5. febr. 1935 hafi verið kjörnir trúnaðarmenn fyrir átta vinnustaði. Sannleikurinn eraðífundargerðeru taldir upp níu vinnustaðir og eru nöfn fyrir aftan 7 en eyður fyrir aftan tvo. 8.1 umfjöllun um þennan fund segir Þórunn að „um svipað leiti“ hafi verið rætt um 1. maí. Það var gert á fundi 16. apríl. 9. Ekki er rétt að smjörlíkisgerðin Svanur hafi neitað að undirrita samninga þó svo það hafi ekki verið gert um leið og hinar smjörlíkisgerð- irnar skrifuðu undir. 10. Fullyrðingin „Árið 1935 virðist hafa verið reynt að halda í horfi og að koma í veg fyrir taxtabrot, en ekki settar fram nýjar kröfur" (232) er furðulegt bull. Félagið hafði verið stofnað árið áður og fyrstu samningar þess voru gerðir í ágúst 1935 og síðan voru gerðir heild- arsamningar við FII í september sama ár. 11. Orökstudda fullyrðingin „Ekki linnti enn samningsrofum og yfirgangi Álafosseigand- ans“ (233) lýsir vel hlutdrægni höfundar. 12. Á bls. 233 er fullyrt að ákveðin tillaga hafi verið borin fram af Birni Bjarnasyni. I fundar- gerð segir: „Borin upp tillaga frá stjórninni...“ 13. Orðalag Þórunnar í kringum þessa tillögu og þann fund er samþykkti hana gefur til kynna að í tengslum við verkfallsboðun hafi 25 konur og 9 karlar boðið sig fram til starfa. Ljóst má hins vegar vera af fundargerð að fólk þetta gaf sig fram til starfa við „skemmtifund“ sem halda átti tveim dögum síðar. 14. Þórunn segir: „I sama mánuði varsvo sagt upp samningum þeim, sem svo illa voru haldnir og voru verkafólki þó ekki hagstæðir." (233). Að frátöldum erfiðleikunum með Álafoss, sem er þó vafasamt að telja samningsrof, er fátt sem TMM 1992:2 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.