Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 47
AF „CERVANTÍSKU“ BERGl BROTINN ekki beinn afkomandi Cervantesar en tilheyri samt þeirri hefð í gegnum Sterne - sem þá er væntanlega í hans augum beinn afkomandi Cervantesar. Svona nokkuð er auðvitað ekki hægt að sanna, en það sem Goytisolo er hugsanlega óbeint að vísa í er að Portúgalar hafa alla tíð - eða ff á þeirri tíð þegar þeir fengu stuðning frá hinu vaxandi heimsveldi Englands til að losna undan oki spænska konungsveldisins - átt afar náin menningartengsl við Eng- land og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, m.a. í bókmenntunum og mun betri ensku- kunnáttu meðal Portúgala en Spánverja. 7 Miguel de Unamuno (1864—1936) má kannski með einhverjum rétti lýsa sem rammkaþólskum hugsuði og skáldi með existensíalískum undirtóni. Eftir hann liggur gríðarmikið höfundarverk sem spannar allar hugsanlegar tegundir skrifa: tuttugu og fimm ritgerðasöfn; áttahundruð blaðagreinar; þrettán skáldsögur; sjötíu og tvær smásög- ur; áttatíu og tvær samræður; hann gaf út átta ljóðasöfn en óútgefin ljóð eftir hann teljast eittþúsund sjöhundruð fimmtíu og fimm. Þessi afkastamikli höfundur var, ásamt José Ortega y Gasset, einn áhrifamesti menntamaður sinnar tíðar á Spáni. Til gamans má geta þess að ein sagan segir að hann hafi „lagt það á sig“ að læra dönsku til að geta lesið Kierkegaard á frummálinu. 8 Ramiro de Maeztu (1875-1936) var samtíðarmaður og mikill vinur Unamunos. Maeztu var ekki skáld eins og Unamuno en skrifaði mikið um bókmenntir, en einkum þó um fé- lagsleg, söguleg og stjórnmálaleg efni. Nú til dags þykir hann helst áhugaverður fyrir ffamsýni og að hafa verið nútímalegri en aðrir á þeim tíma - n.k. Einar Ben þeirra Spán- verja - og bera sum rita hans þess merki hversu sárt honum sveið kotungsháttur og ráða- leysi Spánverja þess tíma. í kringum aldamótin síðustu töldu spænskir menntamenn það eitt helsta verkefni sitt að rífa upp þjóðarvitund Spánverja af dormi þeim sem hún hafði verið í ff á því þeir glötuðu stöðu sinni og styrk sem heimsveldi. Stór hluti þess starfs fólst í að vekja upp mýtuna um séreðli „hinnar spænsku sálar“ og beittu þeir túlkunum sínum á bókmenntum 16. og 17. aldar - einkum Don Kíkóta-óspart til að styðja þá hugmynd sína. „Hin spænska sál“ átti að vera tragísk í eðli sínu og kaþólskari en aðrar sálir heimsins. Þetta er það sem Goytisolo vísar í þegar hann talar um „strangtrúartúlkanir“ á spænskum bókmenntum fortíðarinnar. 9 Valdés bræðurnir voru þeir Alfonso de Valdés (1490-1532) og Juan de Valdés (1499-1541), sem báðir voru rithöfundar og eldheitir talsmenn Erasmusar frá Rotter- dam. Alfonso átti til að mynda í bréfaskriftum við Erasmus frá árinu 1525 og voru þeir báðir bræðurnir ákærðir af spænska Rannsóknarréttinum fyrir guðlast og tengsl sín við Erasmus. 10 Juan Luis Vives (1492-1540) var rithöfundur sem gekk til mennta í París og var útnefhdur prófessor í mannvísindum í Loivina í Belgíu þar sem hann kynntist Erasmusi frá Rotter- dam og urðu þeir upp ff á því mjög nánir vinir. Erasmus hvatti hann meðal annars til að skrifa skýringarrit við De civitate Dei eftir heilagan Ágústínus, en auk þess skrifaði hann þó nokkur rit gegn aristótelisma þess tíma. 11 „Gæðaþjóðernishyggja" (nacionalismo de calidad) er hugtak sem Goytisolo notar víða í skrifum sínum. Með þessu á hann við þá tegund þjóðrembu sem beinir sjónum sínum sí- fellt að upphafinni og ímyndaðri fortíð þeirrar þjóðar sem um ræðir hverju sinni, þ.e. til þeirrar tíðar þegar bæði kynþáttur og menning eiga að hafa verið „hrein og ómenguð". Slíkt „gæðaeftirlit" með menningunni felst í því að líta á hana sem einangraða og eðlis- læga þjóðinni og landinu sem hún byggir; að það þurfi stöðugt að vera að vernda hana og sjá til þess að hún óhreinkist ekki af áhrifum að utan. Þessi árátta, að telja sér trú um að menningin sé sprottin af einni og stakri rót, hefur reynst eitt helsta böl tuttugustu aldar- innar því hún hefur verið höfuðhvatinn að baki fýrirbærum á borð við nasisma, serbneska þjóðernishyggju, hryðjuverk ETA, Frelsissamtaka Baska á Spáni, svo fátt eitt sé nefnt. Hér á íslandi hefur sambærilegt viðhorf legið til grundvallar þeirri stefnu sem TMM 1999:1 www.mm.is 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.