Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 149

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 149
DRANGEYJARSUND OG NÓBELSHÁTÍÐ þórshvoli, og annað sem hann nefnir ekki, eins og Drangeyjarsundið, var fyrst og fremst liður í að styrkja þessa trú, brynja hana gegn efasemdum og verja hana gegn árásum utan frá. Þessi djúpstæða trú kom ekki síst fram í skrifum í blöðum og tímaritum, og er það annar stór galli á þessu verki að höfundur skuli ekki hafa leitað fanga á þeim miðum. Gæti ég þó trúað því að þannig væri hægt að „kortleggja" hin ýmsu afbrigði trúarinnar, allt frá „bók- stafstrú“ sem lítur svo á að fornsögurnar hafi varðveist orðréttar frá kynslóð til kynslóðar og til hófsamari trúar sem gerir ráð fyrir að sögurnar séu í aðal- atriðum sannar en hafi þó afbakast að einhverju leyti (þó kannske ekki í munnmælum heldur fremur í höndum þeirra sem skrásettu þær). í þessum umræðum tóku fjölmargir til máls og létu ljós sitt skína; ef ég man rétt var Jón Leifs á meðal þeirra, og hann reisti síðan óbrotlegan minnisvarða um hetjudýrkun þessa tíma í symfóníunni „Söguhetjur“. Það er vafalaust til of mikils mælst, enn sem komið er, að reynt sé að lesa út úr henni hvaða viðhorf til fornsagnanna komi þar fram, en það hefði þó mátt nefna hana. Svo virðist sem fræðimenn „íslenska skólans“ hafi farið varlega af stað, en eins og staðan var gat varla hjá því farið að ýmsar kenningar þeirra snertu menn illilega og kæmu af stað mótmælum. Það gerðist líka, og með ýmsu móti: sumir andmælendur fræðimannanna voru málefnalegir en ég minnist þess einnig að hafa lesið eftirhreytur af ritdeilum, þar sem spurt var hvers vegna það væri látið viðgangast að hver sem er gæti svívirt þjóðararfinn á þennan hátt. „íslenska skólanum“ óx smám saman fiskur um hrygg og fræðimennirnir fóru í auknum mæli að líta á fornsögurnar sem hugverk rit- höfunda. Náði það hámarki þegar Sigurður Nordal birti ritgerð sína „Hrafn- kötlu“ árið 1940, þar sem hann leiddi að því margvísleg rök, að Hrafnkels saga væri hrein skáldsaga. Töldu margir þá að þetta væri lokaorðið. Þeir sem voru á annarri skoðun voru samt ekki af baki dottnir enn, og Nordal var svar- að: það gerði bóndi einn úr héraðinu, sem Aðalsteinn hét á Vaðbrekku og var víst ekki tekinn alvarlega, enda talinn liðléttingur í fræðunum. En hann hafði þó eitt fram yfir Nordal: nána þekkingu á staðháttum í Hrafnkelsdal, og ýms- ar athugasemdir hans munu vera alveg réttar. Þessi „andspyrnuhreyfing“ gegn „íslenska skólanum" er merkilegt fyrirbæri í íslenskri menningar- og hugarfarssögu á þessari öld: ekki er ólíklegt að hún hafi valdið því að afstaða íslensku fræðimannanna varð einstrengingslegri og sé þannig á einhvern hátt rótin að þeim ýkjum og einföldunum sem Else Mundal snupraði þá fyr- ir. En hún sýnir líka hve tregir menn voru til að láta af trúnni á fornsögurnar. Því er hætt við að hver sú mynd af hetjudýrkun íslendinga sem taki þessa „andspyrnuhreyfingu" ekki með verði nokkuð gloppótt. I þessu samhengi verður einnig að skoða málareksturinn út af fornsagna- útgáfú Halldórs Laxness, sem hefur dregið mikinn dilk á eftir sér allt til þessa TMM 1999:1 www.mm.is 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.