Són - 01.01.2005, Page 10

Són - 01.01.2005, Page 10
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR10 Í þessari grein verður aðallega fjallað um lausavísur en tilgangur- inn með henni er einkum að rekja breytingar 14.–16. aldar á bragar- háttum miðalda og athuga hvaða þátt þeir eiga í mótun nýrra hátta, fyrst og fremst rímnahátta. Ástæða þess að lausavísur urðu fyrir val- inu er ekki síst sú að á afmörkuðu sviði þeirra sjást breytingar mjög glöggt. Lausavísnakveðskapur er einnig mjög viðkvæmur fyrir breytingum vegna togstreitu sem honum fylgir: lausavísan er til- valin til ýmissa tilrauna sökum þess hve stutt hún er en jafnframt er lausavísan ein íhaldssamasta og hefðbundnasta bókmenntagrein allra tíma á Íslandi þar sem rík hefð býr alltaf að baki henni. Rímur eru í mörgu frábrugðnar lausavísum, meðal annars vegna þess að þær eru vönduð verk skálda eða kunnáttusamra hagyrðinga, ósjald- an menntaðra, fremur en augnabliks- og tækifæriskveðskapur. Því ber að gæta varúðar þegar niðurstöður sem gilda um lausavísur eru yfirfærðar á rímur. Efni rannsóknarinnar sem liggur að baki þessari grein eru um 70 lausavísur sem telja má ortar á bilinu 1400–1550.4 Flestar eru vísurn- ar á spássíum handrita og á fyrstu og öftustu síðum, einkum framan af umræddu tímabili, en í meginmál handrita áttu lausavísur ekki afturkvæmt fyrr en verulega tók að líða á 16. öld. Ástæða þess er bæði sú að mjög fáir meginmálstextar sem gætu hýst nýjar lausavísur voru samdir milli 1400 og 1550 (sögur og skáldskaparfræðirit tilheyra lið- inni tíð en annálar og ævisögur voru ekki rituð að marki fyrr en undir lok 16. aldar) og sú að við miklar breytingar eftir 1400 féllu lausa- vísur í verði um hríð. Eftir því sem best verður séð voru þær ekki almennilega viðurkenndar né taldar þess virði að þær væru settar á blað fyrr en form þeirra var aftur fast í sessi.5 Formbreyting 14.–16. aldar er í stórum dráttum fólgin í því að „gömlu hættirnir“, þar á meðal dróttkvætt og hrynhent, einfaldast 4 Nánar um aldur umræddra lausavísna og skiptingu í tímabil: Yelena Yershova (2003:36–88, 144–212). Nánar um efni rannsóknarinnar, m.a. skilgreiningu og afmörkun efnis, efnissöfnun og fleira: Yelena Yershova (2003:15–44). 5 Nánar: Yelena Yershova 2003:81–82, 117–129. Þær vísur sem eru taldar vera frá því snemma á 15. öld eru allar í seinni heimildum, og í helmingi tilfella undir óreglulegum háttum sem hafa sennilega ekki verið mikils metnir, sbr.: „Vögum vér og vögum vér“ (á að vera frá 1400–1401) og „Ólafur hinn illi“ (á að vera um 1433), sjá: Jón Þorkelsson (1888:193). Varðveisla spássíuvísna var frekar slæm, handri- taspássíur og ystu síður eru oft rifnar og snjáðar, stundum skornar; ófáar vísur eru því torlesnar eða ólæsilegar. Ástandið batnaði til muna um leið og lausavísur færðust í meginmál handrita; lausavísur frá 17. öld skipta t.a.m. hundruðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.