Són - 01.01.2005, Síða 10
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR10
Í þessari grein verður aðallega fjallað um lausavísur en tilgangur-
inn með henni er einkum að rekja breytingar 14.–16. aldar á bragar-
háttum miðalda og athuga hvaða þátt þeir eiga í mótun nýrra hátta,
fyrst og fremst rímnahátta. Ástæða þess að lausavísur urðu fyrir val-
inu er ekki síst sú að á afmörkuðu sviði þeirra sjást breytingar mjög
glöggt. Lausavísnakveðskapur er einnig mjög viðkvæmur fyrir
breytingum vegna togstreitu sem honum fylgir: lausavísan er til-
valin til ýmissa tilrauna sökum þess hve stutt hún er en jafnframt er
lausavísan ein íhaldssamasta og hefðbundnasta bókmenntagrein
allra tíma á Íslandi þar sem rík hefð býr alltaf að baki henni. Rímur
eru í mörgu frábrugðnar lausavísum, meðal annars vegna þess að
þær eru vönduð verk skálda eða kunnáttusamra hagyrðinga, ósjald-
an menntaðra, fremur en augnabliks- og tækifæriskveðskapur. Því
ber að gæta varúðar þegar niðurstöður sem gilda um lausavísur eru
yfirfærðar á rímur.
Efni rannsóknarinnar sem liggur að baki þessari grein eru um 70
lausavísur sem telja má ortar á bilinu 1400–1550.4 Flestar eru vísurn-
ar á spássíum handrita og á fyrstu og öftustu síðum, einkum framan
af umræddu tímabili, en í meginmál handrita áttu lausavísur ekki
afturkvæmt fyrr en verulega tók að líða á 16. öld. Ástæða þess er bæði
sú að mjög fáir meginmálstextar sem gætu hýst nýjar lausavísur voru
samdir milli 1400 og 1550 (sögur og skáldskaparfræðirit tilheyra lið-
inni tíð en annálar og ævisögur voru ekki rituð að marki fyrr en undir
lok 16. aldar) og sú að við miklar breytingar eftir 1400 féllu lausa-
vísur í verði um hríð. Eftir því sem best verður séð voru þær ekki
almennilega viðurkenndar né taldar þess virði að þær væru settar á
blað fyrr en form þeirra var aftur fast í sessi.5
Formbreyting 14.–16. aldar er í stórum dráttum fólgin í því að
„gömlu hættirnir“, þar á meðal dróttkvætt og hrynhent, einfaldast
4 Nánar um aldur umræddra lausavísna og skiptingu í tímabil: Yelena Yershova
(2003:36–88, 144–212). Nánar um efni rannsóknarinnar, m.a. skilgreiningu og
afmörkun efnis, efnissöfnun og fleira: Yelena Yershova (2003:15–44).
5 Nánar: Yelena Yershova 2003:81–82, 117–129. Þær vísur sem eru taldar vera frá
því snemma á 15. öld eru allar í seinni heimildum, og í helmingi tilfella undir
óreglulegum háttum sem hafa sennilega ekki verið mikils metnir, sbr.: „Vögum vér
og vögum vér“ (á að vera frá 1400–1401) og „Ólafur hinn illi“ (á að vera um 1433),
sjá: Jón Þorkelsson (1888:193). Varðveisla spássíuvísna var frekar slæm, handri-
taspássíur og ystu síður eru oft rifnar og snjáðar, stundum skornar; ófáar vísur eru
því torlesnar eða ólæsilegar. Ástandið batnaði til muna um leið og lausavísur
færðust í meginmál handrita; lausavísur frá 17. öld skipta t.a.m. hundruðum.