Són - 01.01.2005, Page 53

Són - 01.01.2005, Page 53
JÓÐMÆLI 53 og 13 betur að eg meina so leist mér. Þorsteinn Jónsson m(eð) e(igin) h(endi) 1662.“ Þessi orð geta sem best átt við Hólsbók fyrrnefnda en hún er nú talin 56 blöð en var að vísu mun fyllri þegar Jón Ólafsson úr Grunnavík skráði efni hennar árið 1730.15 Árni Jónsson bóndi á Geitastekkum í Hörðudal skrifar tvívegis nafn sitt í AM 720 b 4to (bl. 4r og 5r) og vitnar með því um að blöðin voru í Hörðudal á hans tíð; hann var fimmtugur eigingiftur bóndi að Geitastekkum árið 1703.16 Enn til sanns um að blöðin í AM 720 b 4to voru fyrr í rímnabók er yfirlýsing á síðasta blaðinu (15v), sem ekki er fullskrifað, hún stendur undir lesmálinu með fallegri settleturshendi, hér stafsett á nútíðar- vísu: „Tómas Finnsson hefur þessa rímnabók yfirlesið“. Í handritinu AM 720 b 4to eru nú engar rímur. Til hliðar við yfirlýsinguna er skrifað með settletri: „Grímur Jónsson eigin hand anno 1633“. Neðst á síðunni stendur með hálfsettu fljótaskriftarlagi 17. aldar: „Hallgrím- ur Jónsson með eigin hendi anno 1629.“ Tveir síðastnefndu menn- irnir eru útgefanda ókunnir en sá fyrstnefndi er vísast Tómas Finns- son á Birnufelli í Fellum. Hann sat oftsinnis á lögþingi við Öxará sem lögréttumaður á árunum 1638–1680, eiginhandarundirskrift hans er víða í bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, en Tómas var umboðsmaður hans í Múlaþingi, sá um umfangsmikil jarðakaup biskups og jarðaleigu þar eystra.17 Kvæðin í AM 720 b 4to eru í þessari röð: Heilags anda vísur, Lilja, Dæglur, Niðurstigsvísur, Boðorðavísur, Barngælur, Boðorðadiktur, Adamsóður, Píslargrátur, Kristskvæði, Katekismusvísur og Lazarusvísur.18 Í uppskriftinni á Barngælum í þessu handriti er þrívegis teiknaður jafnarma kross innaní ferhyrningi og markar hann stefið „Lof bið eg syngist“ sem skrifað er tvívegis fullum fetum (19. og 31. erindi Barngælubálks). Öll kvæðin í AM 720 b 4to eru að venju fyrri tíða skrifuð í sam- fellu sem óbundið mál þannig að hver lína er fyllt. Í Barngælubálki er hverju erindi er skipt í átta vísuorð og skil milli vísuorða mörkuð með smágerðum deplum eða punktum sem oft líkjast kommum og eru settir ýmist um miðbik bókstafa eða í línu. Við lok hverrar vísu er 15 Kr. Kålund. Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling II. Kh. 1894, 4–5; Björn K. Þórólfsson. Rímur fyrir 1600, 4. 16 Manntal á Íslandi árið 1703. Rvk. 1924–1931, 138. 17 Sjá t. d. AM 279 fol., bls. 72 og 82; sbr. Einar Bjarnason. Lögréttumannatal. Rvk. 1952–55, 510; Alþingisbækur Íslands V, 321. 18 Lilja er víða prentuð. Lazarusvísur voru prentaðar í Vísnabók, útg. á Hólum 1612 og 1748. Píslargrátur og Niðurstigsvísur eru prentaðar í: Íslenzk miðaldakvæði I. Jón Helgason gaf út. Kh. 1936, 189–206, og 212–238; sbr. Jón Þorkelsson. Om Digtningen på Island, 86, 96, 100, 101, 102.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.