Són - 01.01.2005, Qupperneq 53
JÓÐMÆLI 53
og 13 betur að eg meina so leist mér. Þorsteinn Jónsson m(eð) e(igin)
h(endi) 1662.“ Þessi orð geta sem best átt við Hólsbók fyrrnefnda en
hún er nú talin 56 blöð en var að vísu mun fyllri þegar Jón Ólafsson
úr Grunnavík skráði efni hennar árið 1730.15 Árni Jónsson bóndi á
Geitastekkum í Hörðudal skrifar tvívegis nafn sitt í AM 720 b 4to (bl.
4r og 5r) og vitnar með því um að blöðin voru í Hörðudal á hans tíð;
hann var fimmtugur eigingiftur bóndi að Geitastekkum árið 1703.16
Enn til sanns um að blöðin í AM 720 b 4to voru fyrr í rímnabók er
yfirlýsing á síðasta blaðinu (15v), sem ekki er fullskrifað, hún stendur
undir lesmálinu með fallegri settleturshendi, hér stafsett á nútíðar-
vísu: „Tómas Finnsson hefur þessa rímnabók yfirlesið“. Í handritinu
AM 720 b 4to eru nú engar rímur. Til hliðar við yfirlýsinguna er
skrifað með settletri: „Grímur Jónsson eigin hand anno 1633“. Neðst
á síðunni stendur með hálfsettu fljótaskriftarlagi 17. aldar: „Hallgrím-
ur Jónsson með eigin hendi anno 1629.“ Tveir síðastnefndu menn-
irnir eru útgefanda ókunnir en sá fyrstnefndi er vísast Tómas Finns-
son á Birnufelli í Fellum. Hann sat oftsinnis á lögþingi við Öxará sem
lögréttumaður á árunum 1638–1680, eiginhandarundirskrift hans er
víða í bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, en Tómas var
umboðsmaður hans í Múlaþingi, sá um umfangsmikil jarðakaup
biskups og jarðaleigu þar eystra.17
Kvæðin í AM 720 b 4to eru í þessari röð: Heilags anda vísur, Lilja,
Dæglur, Niðurstigsvísur, Boðorðavísur, Barngælur, Boðorðadiktur, Adamsóður,
Píslargrátur, Kristskvæði, Katekismusvísur og Lazarusvísur.18 Í uppskriftinni
á Barngælum í þessu handriti er þrívegis teiknaður jafnarma kross
innaní ferhyrningi og markar hann stefið „Lof bið eg syngist“ sem
skrifað er tvívegis fullum fetum (19. og 31. erindi Barngælubálks).
Öll kvæðin í AM 720 b 4to eru að venju fyrri tíða skrifuð í sam-
fellu sem óbundið mál þannig að hver lína er fyllt. Í Barngælubálki er
hverju erindi er skipt í átta vísuorð og skil milli vísuorða mörkuð með
smágerðum deplum eða punktum sem oft líkjast kommum og eru
settir ýmist um miðbik bókstafa eða í línu. Við lok hverrar vísu er
15 Kr. Kålund. Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling II. Kh. 1894, 4–5;
Björn K. Þórólfsson. Rímur fyrir 1600, 4.
16 Manntal á Íslandi árið 1703. Rvk. 1924–1931, 138.
17 Sjá t. d. AM 279 fol., bls. 72 og 82; sbr. Einar Bjarnason. Lögréttumannatal. Rvk.
1952–55, 510; Alþingisbækur Íslands V, 321.
18 Lilja er víða prentuð. Lazarusvísur voru prentaðar í Vísnabók, útg. á Hólum 1612
og 1748. Píslargrátur og Niðurstigsvísur eru prentaðar í: Íslenzk miðaldakvæði I. Jón
Helgason gaf út. Kh. 1936, 189–206, og 212–238; sbr. Jón Þorkelsson. Om
Digtningen på Island, 86, 96, 100, 101, 102.