Són - 01.01.2005, Page 60

Són - 01.01.2005, Page 60
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON60 Gnýstuðlar. Reglan um að hver samhljóði fyrir sig myndi jafngildis- flokk er, eins og áður sagði, ekki algild. Undantekning frá því eru svokallaðir gnýstuðlar. Það er þegar s + samhljóð mynda ljóðstafi. Til forna voru gnýstuðlarnir þrír, sk, sp og st. Í seinni tíð hafa þrjú önnur pör bæst í þennan hóp. Það eru hljóðaklasarnir sl, sm og sn. Samkvæmt því eru gnýstuðlarnir í dag sex. Gnýstuðlar ganga ekki sem ljóðstafir hver með öðrum eða með s heldur aðeins hver fyrir sig. Hvað varðar þá gnýstuðla sem síðar komu til, þ.e. sl, sm og sn, þá hafa ekki allir verið sammála um að það séu raunverulegir gnýstuðlar og sum skáld hafa notað þá með öðrum s-pörum allt fram á 20. öld (sjá um s- stuðlun hér á eftir).3 S-stuðlun er það kallað þegar s + sérhljóð, sj og sv stuðla á móti stafapörunum sl, sm og sn. Ef litið er þannig á að gnýstuðlarnir, sem rætt var um hér að ofan, séu sex er s-stuðlun óleyfileg samkvæmt bragreglunum. Þessi stuðlun hefur þó verið notuð frá fyrstu tíð og henni bregður fyrir allt fram á 20. öld.4 Að stuðla við sníkjuhljóð heitir það þegar st er látið stuðla við sn/sl og ef til vill sp við sm (sjá umfjöllun um sníkjuhljóð í 2. kafla). 2. Vitnað til nokkurra fræðimanna 2.1 Sérstaða klasanna sk, sp og st Hljóðið s hefur algjöra sérstöðu innan íslenska (fornnorræna) brag- kerfisins vegna þess að sé það notað sem ljóðstafur verður að taka tillit til þess hvaða hljóð fer næst á eftir. Frá fyrstu tíð hefur sk aðeins stuðlað við sk, sp við sp og st við st. Snorri Sturluson getur þó ekki um þá reglu. Hennar mun fyrst vera getið í bók Jóns Ólafssonar Svefneyings sem á sínum tíma var tvímælalaust merkasta fræðirit um bragfræði sem völ var á.5 Hér á eftir fer umfjöllun Jóns um það sem hann kallar „dob- belte“ eða „sammensatte Rim-Bogstaver“. Hann segir:6 De gamle saavelsom de nyere brugte istedet for enkelte, under- tiden dobbelte eller sammensatte Rim-Bogstave b, d, g, h, k, p, 3 Sveinbjörn Beinteinsson (1953:xviii); Sigurður Kristófer Pétursson (1996:358). 4 Þorsteinn G. Indriðason (1990:8). 5 Sjá Finnur Jónsson (1892:9). 6 Jón Ólafsson Svefneyingur (1786:31–32).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.