Són - 01.01.2005, Síða 60
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON60
Gnýstuðlar. Reglan um að hver samhljóði fyrir sig myndi jafngildis-
flokk er, eins og áður sagði, ekki algild. Undantekning frá því eru
svokallaðir gnýstuðlar. Það er þegar s + samhljóð mynda ljóðstafi. Til
forna voru gnýstuðlarnir þrír, sk, sp og st. Í seinni tíð hafa þrjú önnur
pör bæst í þennan hóp. Það eru hljóðaklasarnir sl, sm og sn. Samkvæmt
því eru gnýstuðlarnir í dag sex. Gnýstuðlar ganga ekki sem ljóðstafir
hver með öðrum eða með s heldur aðeins hver fyrir sig. Hvað varðar
þá gnýstuðla sem síðar komu til, þ.e. sl, sm og sn, þá hafa ekki allir
verið sammála um að það séu raunverulegir gnýstuðlar og sum skáld
hafa notað þá með öðrum s-pörum allt fram á 20. öld (sjá um s-
stuðlun hér á eftir).3
S-stuðlun er það kallað þegar s + sérhljóð, sj og sv stuðla á móti
stafapörunum sl, sm og sn. Ef litið er þannig á að gnýstuðlarnir, sem
rætt var um hér að ofan, séu sex er s-stuðlun óleyfileg samkvæmt
bragreglunum. Þessi stuðlun hefur þó verið notuð frá fyrstu tíð og
henni bregður fyrir allt fram á 20. öld.4
Að stuðla við sníkjuhljóð heitir það þegar st er látið stuðla við sn/sl og
ef til vill sp við sm (sjá umfjöllun um sníkjuhljóð í 2. kafla).
2. Vitnað til nokkurra fræðimanna
2.1 Sérstaða klasanna sk, sp og st
Hljóðið s hefur algjöra sérstöðu innan íslenska (fornnorræna) brag-
kerfisins vegna þess að sé það notað sem ljóðstafur verður að taka tillit
til þess hvaða hljóð fer næst á eftir. Frá fyrstu tíð hefur sk aðeins stuðlað
við sk, sp við sp og st við st. Snorri Sturluson getur þó ekki um þá reglu.
Hennar mun fyrst vera getið í bók Jóns Ólafssonar Svefneyings sem á
sínum tíma var tvímælalaust merkasta fræðirit um bragfræði sem völ
var á.5 Hér á eftir fer umfjöllun Jóns um það sem hann kallar „dob-
belte“ eða „sammensatte Rim-Bogstaver“. Hann segir:6
De gamle saavelsom de nyere brugte istedet for enkelte, under-
tiden dobbelte eller sammensatte Rim-Bogstave b, d, g, h, k, p,
3 Sveinbjörn Beinteinsson (1953:xviii); Sigurður Kristófer Pétursson (1996:358).
4 Þorsteinn G. Indriðason (1990:8).
5 Sjá Finnur Jónsson (1892:9).
6 Jón Ólafsson Svefneyingur (1786:31–32).