Són - 01.01.2005, Page 64
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON64
En ef samhljóð eru ljóðstafir, verða þau að vera öll hin sömu
í hverjum tveimur braglínum, t.d.
nú er horfið Norðurland
nú á ég hvergi heima,
og þar að auki eru, bæði að fornu og nýju, sk, sp, st talin einn
ljóðstafur hvert um sig og mega ekki vera í ljóðstafasambandi
hvert við annað né við s á undan öðrum hljóðum, nema st nú
stundum við sn og sl […], sem eru þó líka ýmist í sambandi við
sjálf sig aðeins eða önnur s, einkum að fornu.
Hvergi kemur fram hjá Jakobi að hann telji að sl, sm og sn séu sérstakir
ljóðstafir. Hins vegar ræðir hann þarna um það þegar stuðlað er
saman st annars vegar og sl eða sn hins vegar.
Það sem Jakob ræðir hér er það sem Þorsteinn G. Indriðason kallar
að stuðla við sníkjuhljóð í samnefndri grein sem vitnað var til hér að
framan (sbr. skilgreiningu í inngangi). Að meginefni er sú grein um
hvenær og hvers vegna reglan sem áður var bundin við sk, sp og st
færðist yfir á sl, sm og sn. Þorsteinn leiðir rök að því að þessa yfirfærslu
megi rekja til sníkjuhljóðs sem hafi valdið hljóðbreytingu sem fólst í
[t]-innskoti milli s og l, n annars vegar og [p]-innskoti milli s og m hins
vegar. Þessi breyting hafði áhrif á þá jafngildisflokka sem höfðu verið
í gildi fram að því.18
Sigurður Kristófer Pétursson notar fyrstur heitið gnýstuðlar. Hann
telur að þeir séu sex: „Gnýstuðlarnir voru þrír í fornu máli en sex eru
þeir nú orðnir. Allir byrja þeir á stafnum “s”. Þeir eru: sk, sl, sm, sn,
sp, st.“19 Ekki verður annað skilið á Sigurði en að hann telji ótækt að
nota þessi stafasambönd saman í stuðlun, þ.e. hann virðist líta á s-
stuðlun sem brot á bragreglum. Sigurður ræðir einnig um stuðlun við
sníkjuhljóð. Hann sýnir tvö dæmi, bæði eftir Matthías Jochumsson,
um það sem hann kallar skotstuðlað, sem hann segir standa nær
stuðlahrapi (stuðlahrap táknar væntanlega að stuðlun sé röng). Dæm-
in eru:20
Stórt hæfir slægum
og
18 Þorsteinn G. Indriðason (1990:8–9).
19 Sigurður Kristófer Pétursson (1996:358).
20 Sigurður Kristófer Pétursson (1996:358), feitletrun mín, RIA.