Són - 01.01.2005, Side 66

Són - 01.01.2005, Side 66
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON66 jafngildisflokk en leyfði stuðlun annarra sambanda innbyrðis, hefur breyst. Svo er þó að sjá, af því sem segir hér að framan, að fræðimenn og kennimenn um góðan skáldskap hafi greint nokkuð á um hvernig bæri að skýra eða skilgreina þessa flokka. Þá er einnig ljóst að sum höfuðskáld seinni tíma hafa bæði notað s-stuðlun á sama hátt og gert var til forna og einnig tekið upp þá venju að stuðla st við sl/sn. Það má til dæmis sjá á því að annað dæmið sem Sveinbjörn Beinteinsson tekur um það sem hann bendir á sem óæskilega notkun á s-samböndum í stuðlun (s + sérhljóð – sm) er úr kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson og dæmin sem Sigurður Kristófer Pétursson sýnir um að st stuðli á móti sn/sl eru eftir Matthías Jochumsson. 3. Aðferð Úrtak, mælitæki og framkvæmd Í rannsókn þeirri sem liggur til grundvallar þessari grein var meðal annars skoðað hvernig notkun ákveðinna hljóða (s, h, v og j) sem ljóðstafa hefur breyst frá upphafi Íslands byggðar fram til nútímans auk þess sem hugað var að ofstuðlun og aukaljóðstöfum. Til að skoða þetta var tekið úrtak úr ljóðum þekktra skálda. Markmiðið var að skoða hvernig skáldin nota fyrrgreinda ljóðstafi í kveðskap sínum. Úrtakið var valið með það í huga að það endurspeglaði sem best það sem til er af ljóðum eftir þau skáld sem valin voru. Miðað var við að velja þekkt skáld sem þóttu vera dæmigerð fyrir notkun hefðbundins ljóðforms (sjá töflu 1; sjá einnig skrá í viðauka yfir skáldin sem valin voru). Til þess að skáldin hefðu svipað vægi var ákveðið að nota álíka margar braglínur eftir hvert og eitt þeirra. Þannig var miðað við að nota 370–400 braglínupör eftir hvert skáld en þau urðu þó færri eftir Braga Boddason og Arnór jarlaskáld þar sem ekki hafa varðveist svo mörg braglínupör eftir þá og eru þeirra þættir því nokkru styttri en hinna skáldanna. Tölfræðiforritið SPSS 11.0 var valið til að fá sem besta yfirsýn yfir notkun skáldanna á fyrrgreindum ljóðstöfum. Rannsóknin var unnin þannig að eftirfarandi upplýsingar voru slegnar inn í sérstakan gagnagrunn fyrir hvert skáld fyrir sig: a) nafn skáldsins b) nöfn kvæðanna sem notuð voru c) númer erindanna í hverju kvæði sem könnuð voru d) fyrsti stafurinn í fyrsta stuðli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.