Són - 01.01.2005, Side 70

Són - 01.01.2005, Side 70
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON70 Rétt er að geta þess hér að fyrr í greininni eru tekin dæmi af sníkjuhljóðsstuðlun hjá Matthíasi Jochumssyni. Það sýnir að hann hefur notað þessa stuðlun en augsýnilega of sjaldan til þess að dæmi um það ræki á fjörur þessarar rannsóknar. Það sem fyrst vekur athygli þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar er það hve stuðlun við sníkjuhljóð, sem Þorsteinn G. Indriðason telur vera eins konar forstig þess að sl, sm og sn verða gnýstuðlar, kemur sjald- an fyrir í rannsókninni.23 Eitt dæmi finnst frá 16. (15.?) öld og annað seint á 18. öld. Það er ekki fyrr en á 19. öld, í kvæðum Jónasar Hall- grímssonar, sem sníkjuhljóðsstuðlunar verður vart að einhverju ráði og þó eru dæmin sem fundust þar ekki nema þrjú. Hjá Davíð Stefánssyni eru þau fjögur. Hjá öðrum skáldum fannst ekki dæmi um stuðlun við sníkjuhljóð. Fjögur skáld af tuttugu og einu sem skoðað var hafa notað þessa stuðlun svo séð verði. Það virðist því nokkuð ljóst að stuðlun við sníkjuhljóð hefur aldrei verið mjög útbreidd. Sníkjuhljóðsstuðlun finnst í níu braglínupörum. Á sama tímabili, frá tíð Halls Ögmundssonar til Steins Steinars, má finna hljóðasambandið sk 87 sinnum í stuðlun, st 66 sinnum og sp, sem reyndar er sjaldgæft í framstöðu orða, 8 sinnum. Ef skáld hefðu ekki séð neitt athugavert við að stuðla sl og sn á móti st er líklegt að fundist hefðu miklu fleiri dæmi vegna þess hve mörg orð hafa þessi hljóð í framstöðu. Það felst heilmikil hagræðing í því fyrir þann sem yrkir að geta notað saman hin ýmsu hljóð og stækkað jafngildisflokkana. Í þessu tilviki er skellt saman í einn flokk þremur samhljóðaklösum. En af einhverjum orsökum hafa menn ekki notfært sér það eins og ætla mætti að gert hefði verið ef þessi möguleiki hefði verið fyrir hendi án bragfræðilegra vandkvæða. 4.3 S-stuðlun Eins og fram kemur í töflu 1 er s-stuðlun algeng fram á 14. öld. Hér verða sýnd nokkur dæmi: vrþv snemst ok savrli samraþa þeir hamðir (Bragi enn gamli Boddason: Ragnarsdrápa 55–6) aðr asund firi sundi snarfeingr með lið dreingia (Egill Skalla-Grímsson: Lausavísur 85–6) 23 Þorsteinn G. Indriðason (1990).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.