Són - 01.01.2005, Page 70
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON70
Rétt er að geta þess hér að fyrr í greininni eru tekin dæmi af
sníkjuhljóðsstuðlun hjá Matthíasi Jochumssyni. Það sýnir að hann
hefur notað þessa stuðlun en augsýnilega of sjaldan til þess að dæmi
um það ræki á fjörur þessarar rannsóknar.
Það sem fyrst vekur athygli þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar
er það hve stuðlun við sníkjuhljóð, sem Þorsteinn G. Indriðason telur
vera eins konar forstig þess að sl, sm og sn verða gnýstuðlar, kemur sjald-
an fyrir í rannsókninni.23 Eitt dæmi finnst frá 16. (15.?) öld og annað
seint á 18. öld. Það er ekki fyrr en á 19. öld, í kvæðum Jónasar Hall-
grímssonar, sem sníkjuhljóðsstuðlunar verður vart að einhverju ráði og
þó eru dæmin sem fundust þar ekki nema þrjú. Hjá Davíð Stefánssyni
eru þau fjögur. Hjá öðrum skáldum fannst ekki dæmi um stuðlun við
sníkjuhljóð. Fjögur skáld af tuttugu og einu sem skoðað var hafa notað
þessa stuðlun svo séð verði. Það virðist því nokkuð ljóst að stuðlun við
sníkjuhljóð hefur aldrei verið mjög útbreidd. Sníkjuhljóðsstuðlun finnst
í níu braglínupörum. Á sama tímabili, frá tíð Halls Ögmundssonar til
Steins Steinars, má finna hljóðasambandið sk 87 sinnum í stuðlun, st 66
sinnum og sp, sem reyndar er sjaldgæft í framstöðu orða, 8 sinnum. Ef
skáld hefðu ekki séð neitt athugavert við að stuðla sl og sn á móti st er
líklegt að fundist hefðu miklu fleiri dæmi vegna þess hve mörg orð hafa
þessi hljóð í framstöðu. Það felst heilmikil hagræðing í því fyrir þann
sem yrkir að geta notað saman hin ýmsu hljóð og stækkað
jafngildisflokkana. Í þessu tilviki er skellt saman í einn flokk þremur
samhljóðaklösum. En af einhverjum orsökum hafa menn ekki notfært
sér það eins og ætla mætti að gert hefði verið ef þessi möguleiki hefði
verið fyrir hendi án bragfræðilegra vandkvæða.
4.3 S-stuðlun
Eins og fram kemur í töflu 1 er s-stuðlun algeng fram á 14. öld. Hér
verða sýnd nokkur dæmi:
vrþv snemst ok savrli
samraþa þeir hamðir
(Bragi enn gamli Boddason: Ragnarsdrápa 55–6)
aðr asund firi sundi
snarfeingr með lið dreingia
(Egill Skalla-Grímsson: Lausavísur 85–6)
23 Þorsteinn G. Indriðason (1990).